Hvað get ég eiginlega sagt annað en að þessi mynd er ógeðslega fyndinn!!! ég var að rifna úr hlátri í bíóinu og þetta er örugglega fyndnasta mynd sem ég hef séð.
Í myndinni er m.a. gert grín af The Ring, Signs, The others, 8 mile, Airplane, Bruce Almighty og Matrix, og aðalleikarar eru:
Anna Faris(Cindy Campbell), Charlie Sheen(Tom Logan), Simon Rex(George), Drew Mikulska(Cody), Regina Hall(Brenda), Anthony Anderson(Mahalik), Leslie Nilsen(forseti bandaríkjanna) og svo eru margir frægir sem leika sjálfa sig í myndinni svo sem: Redman, Simon Cowell, Pamela Anderson, Jenny Mc Carthy og Fat Joe.
Myndinn fjallar um þegar að dularfull videospola berst til almennings, og allir sem horfa á hana innan sjö daga deyja. Cindy Campbell sem er orðin fréttakona fær það mál að rannsaka dularfullt “crop-circles”(veit ekki hvernig ég á að segja það á íslensku) hjá Tom Logan, þarsem George býr og hans draumur er að verða rappari. Einnig er Cindy með forræði yfir frænda sínum sem sér alls kyns sýnir..(he doesnt know youre a guy.) Einnig er talið að geimverur séu að fara að gera árás og Forseti bandaríkjanna ásamt öryggisvörðum sínum fær það verkefni að finna geimverur því það er talið að þær ógni heimsfriði. Öll þessi mál blandast svo saman og úr því kemur skemmtileg blanda…..
Þessi mynd er mjög fyndin, en hún er kolsvört(þeas húmorinn) á tímum einsog prestagrínið´. Farðu á myndina ef þú vilt hlæja af þér rassgatið
**** 1/2 / *****