Ég hef lengi vel hugsað mér hver er besti vondi karlinn í kvikmyndum. Ég veit að það var einhvern tímann gerð könnun um það einhverstaðar, það skiptir ekki máli, en ég varð ekki sáttur með útkomuna í þeirri könnun. Ekki miskilja mig samt, Dr. Hannibal Lecter er frábær persóna sem er snilldarlega leikin af Anthony Hopkins en mér finnst hann ekki vera besti vondi karlinn.
Nú ætla ég að telja upp topp fimm karlanna sem mér finnst vera bestir og segja afhverju þeir eru inni á þessum lista og nefna bestu setningu þeirra í mindinni.
(Ath, þetta er ekki nein sérstök röð)
Númer fimm: The Terminator. Nánast óstöðvandi vélmenni sem er að eins með eitt í huga, leita og drepa. Arnold Schwarzenegger er frábær í þessu hlutverki og á skilið að vera inni á þessum lista.
Setningin: I´ll be back
Númer fjögur: Tuco. Snilldar persóna. Eli Wallach sýnir mjög góðan leik í the good, the bad and the ugly sem hinn skítugi og slóttugi Tuco.
Setning: When you have to shoot, shoot, don't talk.
Númer þrjú: The Joker. Jack Nicholson er magnaður í hlutverki hins snargeðveika Jokers. Aðra eins geðveiki hef ég ekki séð.
Setning: My balloons. Those are my balloons. He stole my balloons! Why didn't anyone tell me he had one of those… things?
Númer tvö: Dr. Hannibal Lecter. Mannæta að verstu gerð. Stórhættulegur á allan hátt og verður að vera inni á þessum lista.
Anthony Hopkins leikur hann frábærlega.
Setning: Is this Clarice? Why, hello Clarice.
Númer eitt: Agent Smith. Óstöðvandi forrit sem getur farið inn og út úr hvaða hugbúnaði sem er. Hugo Weaving er magnaður sem Smith og engin orð eru til til að lýsa honum.
Setning: Mr. Anderson! Surprised to see me?
Sá sem mér finnst bestur á þessum lista er Agent Smith.
Ástæðan fyrir því er sú að hann er svo yfirvegaður þegar hann talar og er bara snillingur.
Endilega komið með ykkar lista.
Íslenska NFL spjallsíðan