Um helgina fór ég út á Bónus Video að taka spólu því að það var auglýst að ný spóla og önnur gömul með kostaði bara 250 krónur svo að ég, mamma og pabbi ákvöðum að leigja spólu. Við leigðum spólunar Anger Manegement og svo fékk ég að velja gamla mynd og ég ætlaði að velja Friday en fyrst að hún var ekki til þá leitaði ég í hillunum mjög lengi og loksins sá Exit Wounds myndina og áhvað að taka hana nefninlega að hún er frá sama leikstjóra og gerði Romeo Must Die og Cradle 2 The Grave og ég var nýbúinn að sjá Cradle 2 The Grave og fannst hún frábær svo að þessi hlaut að vera það líka.
Anger Manegemnet
Þetta er ein besta mynd sem ég hef séð ef ekki besta, í myndinni og leika líka Jack Nicholon sem er örugglega besti leikari í heimi og Adam Sandler sem er alls ekki verri leikari en hann Jack Nicholson.
Aðalleikararnir í myndinni eru Adam Sandler og Jack Nicholson. Svo í myndinni leikur Marisa Tomel kærestu Adam Sandlers og aðrir leikarar í mynndinni eru Luis Guzman sem leikur ó þættinum Oz, Svo leikur einngi gaurinn sem að lék þjón Adam Sandlers í myndinni Mr. Deeds fyrir þá sem hafa séð þá mynd. Svo leikur hann Woody Harrelson smáhlutverk í myndinni en hann lék í myndum eins og White Man Cant Jump og lék einu sinni í þáttunum Will Og Grace. Woody Harrelson lék vændiskona í myndinni.
Þessi mynd er frá sama leikstjóra og leikstýrði Mr. Deeds og hann Adam Sandler lék einnig í þeirri mynd en því miður viet ég ekki hvað hann heitir.
Myndin fjallar um mann sem að fer í flugvél og þar er hann að biðja flugfreyju um heyrnatól og hún segir já og fer síðan bara að tala við aðra flugfreyju. Hann spyr hana hvernig hana gengur að finna þau og þá lætur hún svona tjald fyrir sig svo að hann sjá hana ekki. Svo þegar hún er að labba fram hjá henni þá rétt kemur hann við hana og spyr hana rólega vort að hún sé ekki að koma með þetta og þá segir flugfreyjan: “Ekki öskra mig!” Þá segir hann að hann hafi ekki gert það og þá segir hún að þjóðin sé að fara í gegnum erfiða tíma og hann eigi ekki að vera með nein læti. Þá segir hann að hann vilji bara fá heyrantólin og horfa á myndina mjög þjóðernislega eða eitthvað þannig. Þá kemur svona alríkislögregla sem var um borð, mjög stór og mikill svertingi. Hann segir er eitthvað vanadmál hérna? Þá segir Adam Sandler nei ég vill bara fá heyrnatólin, þá segir löggan: “Come Down”. Þá segir Adam Sandler I am come come I just want my headset. Þá segir gaurinn aftur: “Come Down” I am come, what is it whit you People? segir Adam Sandler og löggan segir: You People?, svo segir hann að þau líða enga kynþáttafordóma í vélinni. Þá sagði Adam Sandler ég er ekki með neina fordóma ég vil bara heyrnatólin og þá segir löggan honum að róa sig og þá segir hann Adam Sandler við hann frekar Pirraður: “I am come!” við lögguna og löggan gaf honum stuð. Svo var Adam Sandler kærður fyrir líkamsárás á flugfreyjunni sem hann rétt svo kom við og lamdi alls ekki.
Svo fer hann í svona Anger Manegement þar sem Jack Nicholson er kennarinn og hann fær svona félaga og félagin hans er frekar klikkaður og seinna um þetta kvöld kemur félaginn hans heim til hans sem að heitir Chuck og Chuck hafði verið rekinn úr vinnunni sinni og að hann sé mjög reiður. Þeir fara á kaffihús og þar sitja þeir og tala saman. Svo segir Chuck við Adam Sandler að einhver gaur sé að horfa á sig og hann bendir á stórann sköllótann gaur, Adam Sandler segir að þetta sé ekkert en þá segir Chuck: Kannski er hann á móti gyðingum. Þá spyr Adam Sandler Chuck hvort hann sé gyðingur og þá segir hann nei en ég gæti verið það. Svo labbar Chuck að gaurnum slær hann svona laust á skallann og segir: “Ertu eitthvað á móti mönnum með hár?!” og þá reynir sköllótti gaurinn að kíla hann en hann beygir sig og svo lemur Chuck hann og vinur sköllótta gaurins sem að er blindur fer að lemja Adam Sandler með blindarstafnum sínum og svo reynir hann Adam Sandler að taka stafinn af honum og þegar að hann nær því rekur hann stafinn í þjónustustúlku og brýtur á hana nefið. Þá er Adam Sandler aftur kærður og það á að láta hann í fangelsi en svo labbar Jack Nicholson inn í salinn og talar við dómarann og býðst til að vera með honum allan sólarhringinn svo að hann fari ekki í fangelsið. Svo að Jack Nicholson flytur inn til Adam Sandlers og síðan lenda þeir í fullt af allskonar æfintýrum eins og að lemja Munk og allskonar. En ég ætla ekki að segja meira frá myndinni til að eyðinleggja ekki fyrir þeim sem að eiga eftir að sjá þessa mynd.
Exit Wounds
Þessi mynd er mjög góð. Aðalleikararnir í myndinni eru Steven Seagel og rapparinn DMX, aðrir leikarar í myndinni eru Tom Arnold, Isaiah Washington og Jill Hennessey. Þessi mynd er frá leikstjóranum Andrzej Bartkowiak en hann leikstýrði einnig Romeo Must Die og snilldar myndinni Cradle 2 The Grave. Þetta er magnaður spennutryllir frá JoelSilver en ég veit ekki hvort það er framleiðandinn eða handritshöfundurinn.
Ég veit ekki hvernig ég get líst um hvað myndin er án þess að eiðinleggja fyrir þeim sem eiga eftir að sjá hana en það eru örugglega allir búnir að sjá hana en þeir sem eiga eftir að sjá hana þá ekki lesa það sem stendur hér fyrir neðan nema að ykkur sé sama eða langi ekki að sjá þess mynd.
Myndin byrjar þannig að varaforsetinn er að halda einhverja ræðu og þegar að hann fer þá fer hann upp í bílinn sinn og er keyrður í burtu. Þegar þeir eru á miðju brú eru þeir stoppaðir og fullt af pólítískum glæpamönnum með vélbyssur byrja að skjóta á þá úr bílum, mótorhjólum og einn úr þyrlu. Það er sagt að enginn megi fara á brúna en samt fer ein lögga þangað og það er Steven Seagal og hann nær að skjóta all nema einn, hann skýtur niður þyrluna og til að varaforsetinn verði ekki fyrir skoti kastar Steven Seagal honum af brúnni og í loftinu öskrar hann: “I Cant Swim!”. Hann lentur í einhverji á þar sem að einhverjir gaurar ná í hann á meðan Steven Seagal reynir að skjóta gaurinn sem var eftir á brúnni. Fyrir að kasta honum af brúnni er hann lækkaður í tign og rekinn og látin vinna á annari lögreglustofu sem að er í fátækrarhverfi og er ekki eins fínt starf. Svo er hann úti þá sér hann gaur með kíki og hann fer til hans og gaurinn með kíkinn segist vera að fylgjast með konunni sinni en hann er að fylgjast með vini sínum sem er að selja heróín til annars manns, Steven Seagal brýst inn og þar eru DMX og annar gaur, DMX hleypur á meðna hinn reynir að berja Steven Seagal með alskonar dóti. Þegar Steven Segal kemst framhjá honum þá fer hann á eftir DMX sem að er með dópið og hann reynir að lemja hann eitthvað en þá er svona keðja sem hengur í loftinu og DMX tekur í han sveiflar sér á vegginn og lebbar á honum og sparkar í andlitið á Steven Seagal sem dettur niður og DMX kemst undan en þa´ræðst hinn gaurinn á hann með einhverju smíða díti til að pússa við held ég og reynir að meiða Steven Seagal með því en einhvernig nær hann að yfirbuga hann og handjárna, þá sér hinn gaurinn að Steven Seagal er lögga og hann segir honum að fara í rassvasann sinn og Steven Seagal gerir það og þar er löggumerki. Það var eitt sem að mér fannst asnalegt við þetta, ef að gaurinn var undercover afhvju var hann þá með löggumerkið í vasanum, frekar hættulegt og hugsa að þetta myndi ekki gerast í alvörunni.
Seinna í myndinni kemst maður af því að gaurinn sem að var undercover er spillt lögga og nokkrar aðrar löggur líka og þau reyna að drepa Steven Seagal. Maður kemst líka af því að DMX er með tvö nöfn og hann er ekki glæpamaður heldur tekur hann allt sem að hann gerir upp og lætur það á netið. Svo verða DMX og Steven Seagal að stoppa spilltu löggurnar og hann Steven Seagal biður um hjálp frá gamla yfirmanninum hans sem er einnig spillt lögga og margt annað gerist í myndinni sem að ég nenni ekki að segja frá.
Mér finnst báðar þessa myndir mjög góður en það er bar það sem að mér finnst, en núna vil ég fá að vita hvað þér finnst um þessar tvær myndir.
Kveðja Birki