Síðan ég sá Star Wars í fyrsta sinn þegar ég var smá patti þá hef ég verið ástfanginn af tónlist John Williams og annara merkra manna,og ákvað að skrifa smá greinar um tónlist þeirra manna í kvikmyndunum. Ég ákvað að setja þetta frekar hingað inn á kvikmyndaáhugamálið þar sem ég mun eingöngu tala um kvikmyndatónlist og á tónlistaráhugamáliru þá eru ekki margir sem vita um hverja ég er að tala um hér.
En hér skulum við hefja lesturinn.
——————————————- ———————–
John Williams.
Þetta er maður sem er búinn að vera leiðandi í kvikmyndatónlist hin síðari ár og byrjaði hann árið 1958 að semja tónlist fyrir ljósvakamiðla (sjónvarp & kvikmyndir). Hann hefur gert tónlist fyrir einhverjar þekktustu myndir allra tíma eins og Star Wars , Indiana jones og fleiri myndir.
Það eru flestir ef ekki allir lesendur þessarar greinar sem geta ekki raulað/flautað eitthvað lag sem þeir hafa heyrt í kvikmynd sem er eftir John Williams.
Hann hefur gert tónlist fyrir yfir 80 kvikmyndir og vona ég að hann eigi margar eftir.
williams var fæddur í New York og flutti með fjölskyldu sinni til Los Angeles borgar árið 1948 ,þar sótti hann UCLA og var í einkakennslu í tónsmíðum hjá Mario Castelnuovo-Tedesco. Eftir að hafa verið í flugher bandaríkjana flutti hann aftur til New York og gekk í hin fræga Julliard skóla ,þar sem hann lærði á píanó undir handleiðslu Madame Rosina Lhewinne.
Einnig á meðan hann var í NY þá vann hann sem jazz píanisti bæði í klúbbum og á upptökum. Hann sneri svo aftur til Los Angeles þar sem hann byrjaði feril sinn í kvikmyndaiðnaðinum.
Þar hóf hann að vinna með mönnum eins og Bernard Herrmann, Alfred Newman, and Franz Waxman ,hann fór að semja tónlist fyrir marga sjónvarpsþætti á sjötta áratug þessarar aldar og vann þá tvö Emmy verðlaun fyrir verk sín.
Svo kynntist hann Steven Spielberg sem fékk hann til að semja tónlist fyrir Jaws. Stuttu síðar benti Spielberg ,George Lucas á Williams sem var að vinna að kvikmynd að nafni Star Wars : Episode IV - A new hope (síðari nöfninn komu mörgum árum síðar), það þarf ekki að spyrja að þeim leikslokum Bæði mynd og starfsfólk urðu fræg strax við frumsýningu og varð þessi mynd með þeim vinsælustu frá upphafi.
Síðan þá hafa Lucas og Spielberg notað Williams á víxl við að gera kvikmyndir sínar og hefur Williams fengið 3 óskara fyrir tónlist sína við myndir Spielbergs (Jaws ,Schindlers list ,E.T) og einn fyrir Lucas (star wars) og einnig fékk hann óskarinn fyrir tónlistina í myndinni fiðlarinn á þakinu.
——————————————– ———————-
Schindlers list.
Tónlist Williams við Schindlers er að mínu mati með áhrifaríkustu tónlistar sem hægt er að gera við kvikmynd ,Williams notast mikið við fiðlu einleik og klassískan gítar við tónlist þessarar myndar. Tónlistinn fellur alveg við myndina og getur maður sagt að tónlistinn sé nánast áhrifameiri en sagan sem sögð er í myndinni.
Ef fólk er að fíla fallega ,dramatíska flotta tónlist þá mæli ég með scori'nu úr þessari mynd.
Star Wars : Return of the jedi
Ég tel að Williams hafi aldrei verið myrkari en akkurat í þessari mynd , tónlist er frekar Gothísk undir lokinn og fæ ég gæsahúð í hvert sinn sem ég heyri tónlistina við bardaga Luke Skywalker við föður sinn og nær tónlistinn hámarki er Vader segjir eitthvað á þessa leið “if you will not be turned ,then perhaps your sister…”.
Einnig er stutta brotið sem við heyrum er Luke brennir líkama föður síns mjög svo áhrifamikil og bíð ég spenntur eftir því að heyra tónlist hans við síðasta hluta star wars sögunar þar sem ég vona að Williams láti sín illu öfl í ljós :)
Saving private ryan.
Hérna er Williams á rólegu skónum og heyrist það vel í myndinni þar sem það heyrist voðalega lítið af tónlist í myndinni. En tónlistinn er með því betra sem maðurinn hefur gert ,hetjuleg tónlist fyrir mynd um hetjur er akkurat það sem hann gerði.
——————————————— ———————
Hans Zimmer.
Þjóðverjinn Hans Zimmer er mörgum kunnur sem höfundur tónlistarinar í myndum Jerry Bruckheimer og Don Simpson.
Zimmer hefur gert tónlist fyrir einhverjar stærstu spennumyndir síðari ári eins og The rock (ásamt Trevor Rabin) og epískar myndir eins og Gladiator.
Tónlist Zimmers er auðþekkjanleg þar sem hann hækkar “volume'ið” í botn á mörgum blásturhljóðfærum , eins og heyrist í The rock og Crimson tide.
Margar af síðustu myndum Zimmer hefur hann verið að nota þjóðlegri hljóðfæri eins og fyrir Gladiator leitaði hann uppi áttræðan Armenskan hljóðfæraleikara sem er víst sá eini í heiminum sem kann að spila vel á þetta hljóðfæri sem hann notaði mikið við myndina.
Og einnig við tónlistina við Black Hawk Down og Tears of the sun hefur hann verið að nota mikið af afrískum hljóðfærum. Einnig hefur hann unnið mikið með Lisu Gerrard söngkonu sem hann notaði mikið við gerð tónlistarinar í Gladiator og Black hawk down.
Samstarf Hans Zimmer við Jerry Bruckheimar byrjaði á myndinni Days of Thunder (Tom Cruise & Nicole Kidman) Þar notaði Zimmer mikið af nútímalegum hljóðfærum eins og rafmagnsgítara og trommusett og í algerri 80's nostalgíu með háværa snerla og fáránlega mikið pitch á gítarinn.
Síðan þá hafa þeir gert einhverjar vinsælustu spennumyndir allra tíma þrátt fyrir að mörgum finnast myndirnar lélegar þá er ekki hægt að neita því að tónlistin er alveg þrusugóð.
Zimmer samdi einni Theme'ið fyrir sjónvarpsþættina Millenium sem voru sýndir á stöð 2 hér um árið og svo á sýn ,hann sá einnig um að framleiða tónlistina fyrir eina vinsælustu mynd sumarsins í ár. Pirates of the caribbean.
Núna er Zimmer að vinna að tónlist fyrir kvikmynd um Arthur konung og einnig shark tale (líka þekkt sem Sharkslayer) og núna í desember kemur myndinn The last samurai með Tom Cruise í aðalhlutverki.
————————————- —————————–
Pearl Harbor.
Að margra mati léleg mynd sem er full af þjóðerniskennd. sæmilegasta skemmtun að mínu mati ,bara of mikið ástarbull.
Zimmer hefur hérna gert kraftaverk , öll tónlist hans við þessa mynd er epísk , hann að mínu mati bjargaði myndinni frá algerri eyðileggingu.
Lagið Desember 7th er líklega besta lagið af diskunum.
Lion King.
Þetta ættu nú allir að kannast við ,þá sérstaklega lagið Circle of life ,tónlistinn í þessari mynd er mjög svo góð og átti svo sannarlega skilið að vinna öll þau verðlaun sem hún gerði(óskarinn. bafta. golden globe. emmy. 3x grammy)
Crimson Tide.
Hérna er Zimmer að koma sér í þann gír sem allir þekkja blásturshljóðfærinn í botn go lítið notað af synthum og rafmagni. Hérna notar hann karlakóra sem setja sterkan svip á tónlistina í myndinni og virkar tónlistinn sem alvarleg og dramatísk.
Gladiator
Hérna hefur Zimmer toppað sjálfan sig þar sem tónlistinn nær að lýsa að mér finnst rómverska keisaraveldinu ,sterku en veikt inn að kjarna en samt ekki það veikt að það nái ekki að slá frá sér.
Lisa Gerrard sýnir hérna einstaka sönghæfileika sína og hin gamli hljóðfæraleikari sýnir stórkostlegan leik undir handleiðslu Zimmer (þrátt fyrir að skilja ekki orð í ensku og vita varla hvað kvikmynd væri.)
Þetta er án efa í topp 10 listanum hjá mér yfir bestu kvikmyndatónlist allra tíma.
———————————————- ——————–
Danny Elfman
Konungur ofurhetjanna er hérna mættur, Danny Elfman er án efa sá myrkasti en getur einnig verið sá dramatískasti og “fallegasti” ,tónlist hans getur verið eins gróft og groddafengið speedmetal með smá noisecore áhrifum og fallegt eins drengjakór bretlands (þá er ég að meina tónlistarlega séð ef einhverjir eru að fá skrítnar hugmyndir :) )
Maðurinn sem færði okkur tónlistina í einu góðu BATMAN myndunum hefur séð nánast eingöngu um allar ofurhetju myndirnar sem hafa verið að virka vel ofan í áhorfendur eins og t.d Batman (1&2) ,spiderman (1&2) the hulk og svo nottla Evil Dead 3 (Ash er ofurhetja cmon :) )
Eina sándtrakkið sem mér finnst hafa nokkurn veginn klikkað er Planets of the Apes endurgerðinn sem í rauninni er öll misheppnuð (eina flotta við hana voru gervinn).
Tónlist Elfmans er sterk og gothísk eins og allir geta heyrt ,þrátt fyrir að hafa byrjað gersamlega á botninum eins og maður getur sagt ,en hann byrjaði árið 1985 og gerði hann tónlistina fyrir Pee Wee herman's big adventure sem var undir leikstjórn Tim Burton og hafa þeir unnið að hverri einustu mynd Burtons saman.
Svona til að shokkera alla þá hafa verið sögu sagnir um það að Tim Burton snúi aftur ásamt Danny Elfman við nýja ofurhetju mynd ef að Warner brothers ákveði að halda áfram með hugmynd þeirra að gera mynd um ofurhetjuna Superman , en frægt var er Burton hætti við en sannleikurinn er víst sá að fjárhagur myndarinnar hefði farið úr böndunum
,en þar sem það er kominn fram ný tækni sem gerir þetta kleyft að gerast fyrir mun minni pening þá munum við líklega sjá Superman mynd innan næstu 10 ára í leikstjórn Tim Burton með tónlist frá Danny Elfman.
——————————————– ———————-
Batman : The movie
Elfman vann mikið þrekvirki er hann gerði tónlistina við Batman ; The movie ,tónlistinn í þessari mynd er án efa besta ofurhetju sándtrakk sem gert hefur verið ,tónlistinn er spennandi ,skemmtileg ,myrk ,hræðandi ,jahh tónlistinn frá the artist formerly known as prince and known again under the name of prince er alger HÖÖÖÖÖRMUNG og eyðileggur hún nánast myndina fyrir mér.
Þetta er hið fullkomna ofurhetju sándtrakk og að mér finnist lýsa hetjunni myrku all vel.
Sleepy Hollow.
Enn annað verk í samvinnu við Burton þar sem tónlistinn spilar mikið inní myndina og nær að ná þeirri skelfingu sem býr í sögunni um hauslausa reiðmanninn ,annað snilldar verk sem nær að að læðast uppað manni með gæsahúð og allt tilheyrandi.
Spider-man
Önnur ofurhetju mynd sem sýnir tónlist Elfmans ekki í réttu ljósi þar sem nútímaleg popptónlist fær að tröllríða allri myndinni og er sú tónlist alveg hrikalega léleg að mínu mati. Tónlistinn sem Elfman gerði fyrir myndina hefði mátt vera fyrir framan í stað þess að vera bakruns tónlist eins og hún endaði.
Elfman sýnir hér fram á strax í byrjun myndarinar að hann er konungur ofurhetju lagana og vona ég að hann fái fleiri verkefni við ofurhetju myndir í framtíðinni.
————————————— —————————
Ég vona að fólk hafi haft gaman af þessari grein og í næstu grein sem ég mun gera mun ég taka fyrir Jerry Goldsmith (Star trek ,The mummy) , Mark Isham (Blade 1 og 2) og James Horner (Braveheart , Titanic) ef nægur áhugi er fyrir hendi.