Myndin byrjar ágætlega og öll uppbygging er fín. Persónusköpunin er frekar stutt og það er farið lítillega í það að mannskepnan er að þróast og í mismunandi áttir sem skýrir ofurkrafta hetjana.
Ég veit ekki alveg hverju ég átti von á en það var eitthvað meira en þetta. Ég verð að segja að ég varð fyrir álíka miklum vonbrigðum með þessa myndo og ég var með Batman & Robin á sínum tíma. Byrjunin á myndinni lofar góðu en fer síðan útí algjöra vitleysu. Þetta var farið að minna óþægilega mikið á grímuvitleysuna í MI-2. Lokabardaginn fer fram í Frelsisstyttunni sem að er eiginlega too much.
Þetta er svona svipað atriði og þegar flutningaskipið sprakk í The Patriot og einhver sagði úhh fireworks.
Jæja… ég mæli með þesari mynd á video þegar þar að kemur. Fyrir ykkur Marvel áhangendur þá er löngu kominn tími á þetta en betur hefði mátt fara með gott efni.
Nóg í bili… Xavie