Það er staðfest. Traffic eftir Steven Soderbergh er besta eiturlyfjamynd allra tíma. Þvílík urrandi snilld. Þessi mynd á að hirða flest það sem er í boði á næstu óskarshátíð. Það gæti þó orðið Soderbergh að falli að hann er einnig tilnefndur fyrir meðalmennskuvelluna Erin Brockovich (sem hann hlýtur að hafa gert í þynnkunni samanborið við snilldarafrekið Traffic). Það eykur hættuna á að atkvæðin dreifist á þessar tvær myndir. Í myndinni er ekki verið að fella grunnhyggnislega dóma um aðstæður. Hér er fjallað um fólk sem tengist eiturlyfjum í VÍÐU samhengi, ég vill ekki tala um smáatriðin en hún er tekin í semi-documentary-stíl sem svínvirkar. Þetta er fyrsta myndin sem óbeint segir það sem engin hefur þorað að segja, eiturlyfjastríðið er tapað…….eða hvað?
Stjarna þessarar myndar er þó ein í mínum huga, Benicio Del Toro. Þvílíkur performans!! Þessi Puerto-Rico-ættaði Bndaríkjamaður sýnir rafmagnaðan leik í myndinni og þó hann hafi verið ofursvalur sem diskófataklæddi smákrimmminn í “The Usual Suspects” og uppdópaði lögfræðingurinn í “Fear and Loathing in Las Vegas”, þá nær hann hér nýjum hæðum. Michael Douglas er í fantaformi þessa dagana (sbr. Wonderboys) og konan hans hún Kata Zeta sýnir fínan leik hér. Don Cheadle og Luiz Guzman eru traustir karakterleikarar sem gera allt vel og Dennis Quaid er greinilega faglega séð í betra formi eftir skilnaðinn við drottningu vellumyndanna, Meg Ryan.
í sínu skoðanaleysi er myndin að taka sterka afstöðu! (hljómar mótsagnakennt?) Það er nú samt raunin varðandi eiturlyfjaheiminn. Þess vegna á þessi mynd líklegast ekki eftir að vinna mörg óskarsverðlaun (sem hún á þó réttilega að gera). Hún er áreiðanlega ekki nógu “réttsýn” pólitískt séð í augum hinna hvítu, miðaldra fituhlunka sem skipa meirihluta Akademíunnar.
P.S. Tímamótakvikmyndataka á sér stað í myndinni, því að leikstjórinn Soderbergh tekur myndina SJÁLFUR á handheldri myndavél! (ofurkúl).