Svo vill til að George Lucas ætlar nú í samstarf með japönsku teiknimyndafyrirtæki sem þannig séð specializar í Anime og þvíumlíku. Hyggst hann gera 30 mínútu langan þátt(eða kvikmynd eins og hann vil orða það) sem mun bera nafnið The Tiny Fairy Mirun (Chiisana Yosei Mirun). Myndin verður sýnd í bíóum í hinum vestræna heimi en einungis í sjónvarpi í Japan. Myndin mun kosta víst um 18.5 milljónir dollara. Japanska fyrirtækið á víst að sjá um “master drawings” fyrir kvikmyndina meðan Lucasfilm mun sjá um hið svokallaða “in-between” sem er í raun animationið eða það sem kemur á milli “master drawings” til þess að framkalla animation.
Spurningin er hvort þetta samstarf Lucas eigi eftir að vera arðbært og hvort að þetta sýni að Hollywood sé loksins að opna augun fyrir hinum japönsku teiknimyndum og að við munum eflaust sjá meira af þessu í náinni framtíð.
[------------------------------------]