Ég ætla ekki að fara að reka söguþráð myndarinnar í smáatriðum en hún gengur út á það að geimverur hafa yfirtekið jörðina(árið 3000) og þeir fáu menn sem enn lifa eru í ánauð og í útrýmingarhættu, hvort hinir góðu eða illu fara með sigur í endann ætla ég ekki að segja ykkur en sennilega geta flestir giskað :)
Myndin er hin fínasta afþreying og alls ekki leiðileg, söguþráðurinn er skemmtilegur en reyndar er sumt svoldið ýkt, þú lærir t.a.m. ekki á orustuflugvél á einni viku! Svo er annar STÓR galli við myndina, hvað hún er hræðilega illa tekin! Tökumennirnir virðast allir hafa verið skakkir við tökur, a.m.k. er nánast alltaf allt hallandi í myndinni. Það er frekar þreytandi til lengar.
En annars er þessi mynd hin fínasta afþreying og alls ekki slæm, svona 2,5 stjörnur af 4 mögulegum.
Og eitt hérna í lokin, Travolta ætlar að gera framhald af myndinni!
ÞAð komst ekki nema helmingurinn af bókinni sem hann gerði myndina eftir fyrir í myndinni :)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _