Nafn myndar: Mr. Deeds
Höfundur: Shawn Edwards
Framleiðandi: Fox-Tv
Framleiðsluár: 2002
Aðalpersónur: Adam Sandler og Winona Ryder
Aukapersónur: Joseph M. Caracciol
Myndin fjallar um mann sem heitir Longfellow Deeds (Adam Sandler), hann býr í smábæ og á pizzustað. Deeds er mjög ljúfur og góður náungi.
Einn daginn koma tveir menn á pizzustaðinn og tala við Mr.Deeds, þeir segja honum að hann hafi átt frænda sem dó. Þeir segja honum Deeds að frændi hans hefði erft honum 400 milljarða dollara og að hann þurfi að koma til New York til að undirrita nokkra samninga.
Í New York er frétta kona sem heitir Babe Banett (Wiona Ryder) og hún mun missa starf sitt ef hún nær ekki að gera frétt um Mr. Deeds. Þegar Deeds kemur til New York gistir hann húsinu sem frændi hann átti, en nú átti hann það. Húsið er mjög stórt, Deeds fær sinn eigin þjón sem heitir
Emilio (Joseph M Caracciolo). Deeds ákveður að fara út og skoða New York. Þegar hann var búin að skoða sig svolítið um sá hann konu sem var verið að ræna og hann fer og hjálpar henni. Þegar hann er búin að ná töskunni hennar kynnir hún sig, hún segist heita Pam Dawson. Í raun og veru er Pam fréttakonan Babe. Babe er með falda myndavél á sér og nær fullt af myndum af Deeds og sýnir þær í fréttunum. Eftir nokkra daga verður Babe ástfangin af Deeds, en Deeds kemst af því að Pam var Babe fréttakona. Hann verður svo sár að hann fer aftur heim til sín og gefur alla penningana til góðgerðamála. Babe fer til smábæinn sem Deeds ýr í og talar við hann en hann vill ekkert með hana hafa. Svolitlu seinna heyrir Deeds að það á að selja fyrirtæki frænda síns og hann einn geti stoppað það. Deeds fer til New York og reynir að stoppa það tekst ekki, þá kemur Babe og segir að Deeds gaf penning sem hann átti ekki, þjóninn Emilio var sonur frænda Deeds og að hann átti peninginn. Babe fer og talar við Deeds og nær að sanna fyrir honum að hún er ástfangin að honum, hann verður glaður og kyssir hana og þau verða kærustu par.
Mér fannst Mr Deeds mjög góð og mjög fyndin, hún er fyrir alla fjölskylduna. Mér fannst Emilio þjóninn vera lang bestur af því hann var alltaf að læðast um, stundum birtist hann bara allt í einu í eitthverju atriði. Ég held að myndin hafi þann boðskap, allt getur gerst. Ef ég ætti að gefa henni stjörnur 2-5 þá myndi ég gefa henni **** stjörnur. Mér fannst Adam Sandler leika hlutverk sitt mjög vel, enda er hann einn af bestu leikurunum mínum. Það var ein setning í myndini sem ég get ekki fengið nó af, hún hljómar svona,Emilio: “I like feet, I don´t know why!” Mér fannst myndin vera allveg snild og það var mjög góður söguþráður. Ég vona að það komi fleiri svona myndir frá Shawn Edwards. Ég mæli með þessari mynd afþví maður getur hlegið aftur og aftur.