Edward Norton Edward Norton er nafn sem allir kvikmyndaunnendur þekkja og dást af. Það er ekki til sá maður held ég sem finnst Edward Norton lélegur leikari, það er einfaldlega ekki hægt að segja svoleiðis um manninn. Hann hefur einstaka leiklistarhæfileika og aðlögunarhæfileika sem lyfta honum upp á annað stig leikarans sem fáir búa nú þegar yfir. Það setur alltaf ákveðin gæðastimpil á kvikmynd þegar nafnið hans birtist í byrjun myndarinnar sem mjög sjaldgæft fyrir svona ungan leikara, það er frekar nöfn eins og Gene Hackman, Robert Duvall eða Al Pacino, sem hafa þessi sömu áhrif enda mikið reyndari leikarar. Ég held að ef Norton heldur áfram á sömu braut þá verður hann einn af þeim stóru í framtíðinni. Hann hefur líka passað sig að flassa ekki einkalífi sínu eða leka of miklum upplýsingum um sjálfan sig. Ég held að það hafi verið Robert De Niro sem sagði það einu sinni að “því minna sem almenningur veit um þig því betri leikari verður þú”. Það hljómar allveg hárrétt hjá De Niro því þá á maður auðveldar með að trúa leikaranum í hlutverki sínu. Norton virðist því ætla fara eftir þessu mottói De Niro og reynir eftir mesta megni að forðast sviðsljósið. Það er því kannski forvitnilegt að skyggna aðeins inn í fortíð þessa snillings og sjá hvaðan hann kemur.

Edward James Norton Jr fæddist 18 ágúst 1969 í Boston en ólst upp í Columbia, Maryland. Móðir hans var enskukennari og faðir hans var háttsettur lögfræðingur sem var m.a. alríkissaksóknari fyrir Jimmy Carter bandaríkjaforseta. Það mætti því segja að Norton hafi fæðst með silfurskeið í munninum. Allt frá barnæsku var hann þekktur fyrir gífurlegar gáfur og þótti mjög alvarlegur í öllu sem hann gerði. Hann fékk strax aðeins 5 ára gamall áhuga á leiklist. Hann sótti leiklistarskóla fyrir krakka og var farinn að leika á sviði aðeins 8 ára gamall. Þrátt fyrir ungan aldur var fullkomnunaráráttan hans strax komin á þessum tíma og vakti það mikla athygli þegar Norton, aðeins 9 ára, stóð upp við æfingar á leikriti og spurði leikstjórann hvað það væri sem keyrði persónu sína áfram. Leikstjórinn varð hvumsa en svaraði fljótlega þessum alvarlega strák og hafði aldrei séð jafnmikinn áhuga hjá svona ungum leikara. Norton lærði einnig stjörnufræði, sögu og japönsku í Yale. Það var nefnilega draumur hans að fara til Osaka í Japans sem og hann gerði og bjó þar næstu mánuðina eftir háskólann. Þá flutti hann til New York en var ekkert að flýta sér um of að komast í leiklistina. Hann starfaði við sjóð sem afi hans hafði stofnað, sem hjálpar heimilislausum að finna húsnæði. Hann var samt alltaf með annan fótinn í leiklistinni og komst að í leiklistarhóp sem stofnaður var af Edward Albee, sem tileinkaði sér leikhúsverk. Þar safnaði hann sér reynslu og verkum í sarpinn fyrir möppuna sína.

Það var svo árið 1995 að hann fékk, ásamt 2000 öðrum ungum leikurum, að fara í prufu fyrir nýjustu mynd Richard Gere, sem hét Primal Fear. Hlutverkið var laust eftir að Leonardo DiCaprio neitaði því. Norton sló í gegn í prufunni og bætti meðal annars stami við karakterinn sem stóð ekki í handritinu en framleiðendur urðu stórhrifnir af. Hann laug líka að framleiðendunum að hann væri frá Kentucky eins og karakterinn sem hann var að reyna að næla sér í. Hann talaði því með Kentucky-hreim, sem hann segist hafa lært með því að horft á myndina Coal Miner´s Daughter. Hlutverkið var hans eftir að hafa heillað og hrætt bæði leikstjórann og framleiðendurna. Það var meira að segja farið að tala um hann áður en myndin Primal Fear kom út árið 1996. Norton var svo tilnefndur fyrir þetta magnaða hlutverk til Golden Globe verðlauna(sem hann vann) og óskarsverðlauna, nota bene þetta var eingöngu fyrsta hlutverkið hans. Fljótlega eftir þetta fékk hann hlutverk lögfræðings Woody Harrelson í myndinni The People vs Larry Flynt í leikstjórn Milos Forman. Aftur sýndi hann magnaðan leik og 185 cm stjarna var að fæðast. Woody Allen fékk hann í myndina Everyone says I Love You, sem var tileinkuð söngvamyndum Hollywood. Norton söng sjálfur og gerði það nokkuð vel víst.

Árið 1998 lék Edward í tveimur kvikmyndum. Sú fyrri hét Rounders, þar sem Norton lék á móti öðrum efnilegum leikara, Matt Damon. Damon og Norton leika pókersvindlara og þykir karakter Norton mjög óheflaður og ber nafnið Worm með rentu. Fínasta mynd sem fékk ekki nógu mikla athygli, skartaði m.a. John Malkovich í frábæru litlu hlutverki. Þrátt fyrir að fyrri myndin hafi ekki fengið nógu mikla athygli þá fékk sú síðari allveg heilan helling. Það var myndin American History X , sem fjallaði um nýnasistaforingja sem snýr aftur frá fangelsinu til heimaslóða á Veniceströndina í Los Angeles til að gera upp við fortíðina. Norton þurfti að bæta á sig 15 kílóum af vöðvum til að breytast í nýnasistann Derek Vinyard og var mjög ófrýnilegur. Norton var tilnefndur til óskarsverðlauna í aðalhlutverki og þar með kominn í elítuna í Hollywood. Myndin stóð sig hinsvegar ekki nógu vel í miðasölu, sem er furðulegt miðað við gæði hennar og styrk. Leikstjórinn Tony Kaye var víst eitthvað ósáttur við hversu mikið Norton og stúdíóið ákvað að klippa myndina og ákvað því að afneita myndinni allgjörlega. Næsta árið kom ekki síðri mynd sem hét Fight Club og eins og American History X var hún feikilega umdeild og fékk misjafna dóma. Fight Club var leikstýrð af mínu uppáhaldi í dag David Fincher og skartaði líka Brad Pitt. Myndin er satíra sem fjallar um sögumanninn Jack(Norton) sem kynnist undarlegum manni að nafni Tyler Durden, sem stofnar með honum slagsmálaklúbb. Myndin tekur hreðjartak á neyslusamfélagslegum þörfum vestræna ríkja en gerir það á heillandi og sprenghlægilegan hátt og Norton og Pitt einfaldlega springa út í þessari mynd. Nú þegar orðin cult-mynd og á eflaust eftir að verða meiri cult-mynd í framtíðinni.

Næst var komið að því að Norton settist í leikstjórastólinn sjálfur og fyrir valinu var rómantíska gamanmyndin Keeping The Faith. Rómantísk gamanmynd var ekki eitthvað sem manni datt strax í hug þegar maður hugsar um Norton í leikstjórastólnum. Keeping The Faith fjallar um ástarþríhyrning milli prest, rabbíns og stúlkukindar. Presturinn er leikinn af Norton sjálfum en Ben Stiller og Jenna Elfman léku hin tvö. Myndin fékk aðeins lala dóma en Norton þykir hafa sloppið ágætlega frá henni. Árið 2001 voru þrír merkir leikarar af mismundandi kynslóðum sameinaðir í myndinni The Score. Það voru þeir Marlon Brando, Robert DeNiro og Edward Norton. Myndin var leikstýrð af Frank Oz og var mikið um rifrildi víst á settinu, aðallega milli Oz og Brando,sem þótti vonlaus í samstarfi. Norton berst við DeNiro um hverja senu og heldur vel í gamla manninn en sagan var alltof veik til að burðast með þessa þungavigtarmenn og þess vegna miðlungsmynd. Svo kom svarta kómedían Death To Smoochy, þar sem Norton lék á móti gömlu jöxlunum Robin Williams og Danny DeVito í gamanmynd um tvo barnaþáttastjórnendur sem takast á, ágætis mynd.
Þáverandi kærasta hans Norton, Salma Hayek, fékk hann til að leika lítið hlutverk í Frida, sem hún framleiddi og lék í.

Þá komu tvær gæðamyndir í röð frá Norton. Það voru myndirnar Red Dragon og 25th Hour. Red Dragon er endurgerð á gömlu Hannibal Lecter myndinni Manhunter frá árinu 1986, sem Michael Mann gerði. Nú var komið að Brett Rattne að spreyta sig og útkoman var fín. Norton leikur Will Graham sem eltist við fjöldamorðingja sem kallast Tannálfurinn. Hann nýtur aðstoðar geðlæknisins geðveika Hannibal Lecter, sem hann handtók sjálfur. Það er hreinn unaður að sjá Edward Norton og Anthony Hopkins saman í senunum þeirra. Seinni myndin var gerð af Spike Lee og fjallar um síðasta daginn hans Monty Brogan áður en hann fer í 7 ára fangelsi. Frábært handrit og ennþá betri leikarar gera myndina eina þá bestu frá Spike Lee og hér er Norton aftur kominn í sitt besta form, einræðan í speglinum er nú þegar orðinn klassísk, er allveg þarna uppi með “You talking To Me?”. Edward sást nýlega í endurgerðinni af Italian Job og var eiginlega sá eini í þeirri mynd sem virkaði lifandi fannst mér fyrir utan gamla Donald Sutherland. Næsta mynd Norton heitir Fear Itself og kemur út á næsta ári. Hún fjallar um bandaríkjamann sem flytur til Bretlands til að forðast ofbeldið í USA en kemst svo að því að Bretland er ekkert endilega skárri staður.


Fróðleikur um Edward Norton:

*Hann talar japönsku reiprennandi
* Hann spilaði á gítar á tveimur giggum hjá Hole á meðan hann var með Courtney Love þau hættu saman árið 1998.
*Við tökur á Fight Club sótti hann og Brad Pitt sápugerðarnámskeið, Norton léttist einmitt líka um nokkur kíló fyrir myndina.
*Worm karakterinn í Rounders átti að reykja en Norton, sem er harðlega á móti reykingum, neitaði að reykja í myndinni.
*Norton og Matt Damon tóku þátt í heimsmeistarkeppni í póker í Las Vegas stuttu eftir Rounders og Miramax fyrirtækið borgaði $10.000 inntökugjaldið fyrir þá, þeim gekk ekki vel.
*Draumahlutverkið hans er að fá að leika skáldið Dylan Thomas,en honum finnst hann ekki hafa rétta líkamann í það.
*Hann sótti um hlutverkið sem Matt Damon fékk í The Rainmaker eftir John Grisham sögunni árið 1997.
*Hann neitaði hlutverki í Saving Private Ryan, sem einmitt Matt Damon fékk, þetta er orðið spooky.
*Framleiðendur American Psycho vildu fá hann í hlutverk Patrick Batemans en hann neitaði og Christian Bale fékk það í staðinn.
*Hann neitaði einnig hlutverkum í Harts War og The Thin Red Line.

Laun:
Italian Job, The (2003)
$1,000,000
Red Dragon (2002)
$8,000,000
Death to Smoochy (2002)
$8,000,000
Score, The (2001)
$6.5 million
Primal Fear (1996)
$50,000

“First of all, you never make all things for all people and can\'t always pander to the broadest denominator. I keep an eye toward doing the themes that interest me. Do they move me? Interest me? Make me think? When I run across something that is provocative in an unsettling way, it appeals to me.”- Edward Norton



-cactuz