Akira - 1988 Vá…

þetta er eina orðið sem ég get virkilega notað til að lýsa Akira. Til helvítis með Walt Disney teiknimyndirnar, Akira er besta teiknimyndin sem hefur verið gerð. Vá…

Þessi teiknimynd var gefin út árið 1987, og er henni lýst sem Vísinda-hrollvekja. Hún er byggð á teiknmyndina-seríu eftir Katsuhiro Otomo. Söguþráðurinn er svo:
Árið er 2019 30 ár eru liðin síðan þriðja heimstyrjöldin endaði. Sagan gerist í Neo-Tokyo, allt er í upplausn í Neo-Tokyo, það eru hryðjuverk framin á hverjum einasta degi, mótórhjólagengi berjast á hverjum einasta degi og meira. Í einu af þessum gengjum eru tveir strákar að nafni Kenedo og Tatsuo, þeira hafa verið vinir síðan þeir fyrst hittust í munaðarleysingjahæli. Kenedo hefur ávallt verið leiðtoginn í þessu dúetti, og hefur hann alltaf verndað Tetsuo, Tetsuo til mikillar gremju. Tetsuo lendi í slysi einn dag þegar þeir félagar eru að berjast á móti Trúðunum, og rekst hann á lítin strák. Þessi strákur er hluti af tilraun fyrir herinn. Herinn er að reyna að finna og stjórna hinu eina Krafti. Það eru þrír krakkar hluti af þessari tilraun og eru þau með andlega krafta, meðal annars geta þau lesið hugsanir og þess háttar. Herinn taka Tetsuo og fara með hann í spítala og framkvæma hinar og þessar tilraunir á honum og leysa þar með ægilega krafta sem eru í Tetsuo…

Vá…

Allt saman í þessari mynd er fullkomið. Teikningirnar, handritið, leikstjórnin og leikraddirnar. Otomo skrifaði handritið og leikstýrði, og náði hann að búa til það sem mér finnst vera, ekki bara besta Manga myndin, heldur besta teiknimyndin allra tíma. Það er engin ein aðalpersóna, engin hetja, heldur mjög raunveruleg saga um raunverulegar persónur(Ja, eins nálægt því og hægt er). Sagan sjálf á jafnmikin rétt á sér í dag og hún gerði fyrir 16 árum.

Og eitt sem ég verð að minnast á, endirinn er sá áhrifamesti sem ég man eftir. Maður nær varla andanum. Vá…

þegar Tetsuo brjálast þá verður maður að hafa bangsa hjá sér til að kreista.

****/****
Samantekt:
Vá.