Donnie Darko í Norðurkjallara Þriðjudaginn 7. Okt Myndbandafélag NFMH (Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð)
mun standa fyrir sýningu á meistaraverkinu Donnie Darko næstkomandi þriðjudag (7. okt)

Myndabndafélag þetta hefur einsett sér að sýna fjölbreitta flóru kvikmynda næstu mánuðina og þá sérstaklega á yfirburðar kvikmyndum sem að einhverjum ástæðum hafa ekki fengið þá umfjöllun sem þær hafa átt skilið og ættu að koma fyrir augsjónir almennings.

Donnie Darko er frá árinu 2001 og segir frá menntaskólastráknum Donnie Darko (leikinn meistaralega af Jake Gyllenhaal) sem þjáist af ofsjónum, svefngengi og öðrum geðröskunum. Í einni af sínum svefngöngum birtist Donnie mannhæðahá kanína að nafni Frank sem segir honum að heimsendir muni ríða yfir eftir 28 daga, 6 klukkustundir, 42 mínútur og 12 sekúndur. Það sem eftir fylgir er ótrúlega hrífandi frásögun um líf, dauða, tíma og ást.
Meira má ég eiginlega ekki segja til að spilla ekki myndinni.
Erfitt er að flokka þessa mynd niður í einhvern flokk, að parti til er þetta hrylingsmynd, að parti til vísindaskáldsaga, annar partur er ástarsaga og þroskasaga en henni tekst samt alltaf að vera mjög mannlega, stemmningin er ekkert ósvipuð og í Nóa Albínóa.

Af einhverjum ástæðum kom þessi mynd beint út á vídjó hér á landi sem er synd og skömm því að þessi mynd á miklu betra skilið, hún er með 8,3 á IMDB.com (88. sæti yfir bestu kvikmyndir allra tíma) og 80% á Rotten Tomatoes.com og hefur einnig hlotið fjöldan allan af verðlaunum og viðurkenningum á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum.

—-

Á undan myndinni verður svo sýnd Busamynd MH (15 mínútur) en hún er af mörgum gagnrýnendum talin eitthvað það dónalegasta sem skapað hefur verið á íslenska (og þýska) tungu. Ef að Skari skrípó með hárkollu í pels að draga saklausan (karlkyns) busa inn í lyftu gegn hans vilja er eitthvað sem þú hefur áhuga á þá mæli ég endilega með að þú kíkir á þessa mynd.

Dagskráin byrjar klukkan 20:00 og kostar 200 kall fyrir þá sem ekki eru í NFMH en 50 krónur fyrir meðlimi. Gengið er inn Norðurkjallaramegin inn í MH (semsagt akkúrat hinummegin við aðalinngangin)

Ég hvet alla sanna áhugamenn um kvikmyndir að láta sjá sig, bæði til að sjá frábæra mynd og til að hitta aðra áhugamenn og spjalla saman um þessa mynd og kvikmyndir almennt því að slíkan grundvöll hefur dáldið vantað hérna!