Ég fer nokkuð oft í bío og það er ekkert leiðinlegra en að sjá góða trailera þar sem er sýnt meira en þarf.
ég persónulega er farin að mæta seinna í bíó til að missa af þessum fjanda þar sem hann hefur eiðinlagt fyrir mér margar góðar myndirnar.
það er alltof algeingt að það er sýnt öll bestu atriðin í trailerunum t.d í öllum “american pie” myndunum og “Not another teen movie” (sem var hörmuleg hvort sem er) sumar myndirnar þarf maður ekki einusinni að sjá eftir að hafa séð trailerinn t.d eins og Enough, XXX, Charlie's angels og fleiri. þetta eru myndir sem ég nenni ekki að eyða mínum tíma í að horfa á.
það er líka svo mikið um spoilera í trailerunum að mig verkjar í mjamirnar hef ekki tíma til að nefna dæmi en það eru nokkuð mörg. “Ravenous” með Robert Carlyle og Guy Pirce er gott dæmi. ég horfði á hana á DVD um daginn og svo á trailerin eftir myndina og það var svo mikið af spoilerum að ég tók ákvörðun um að horfa aldrei á trailera aftur.
ef það væri bara sýnt teasera í stað trailera væri heimurinn betri staður til að vera á.
Darko.