Frægðarferill Quentin Tarantino er ekki í lengri kantinum en einhvern veginn tókst þó þessum 40 ára kvikmyndagerðamanni að verða goðsögn í Hollywood ungur að árum líkt og Orson Welles og Steven Spielberg á undan honum. Hann er án nokkurs vafa einn mikilvægasti kvikmyndagerðamaður okkar tíma. Hann hefur sett gífurlega stóran stimpil á kvikmyndagerð um allan heim og verður eflaust metinn í sögunni sem einn af áhrifamestu leikstjórum frá upphafi. Það er ekki slæmt fyrir mann sem ákvað að hætta í skóla til að fara að vinna á videoleigu. Tarantino hefur einmitt verið bendlaður sem faðir “videoleigukvikmyndagerðar” þ.e.a.s. kvikmyndir sem gerðar eru af mönnum sem lærðu kvikmyndagerð af videoglápi en ekki í kvikmyndaskólum. Tarantino fékk því allskonar áhrif frá undirmenningarmyndum sem hann kom höndum sínum yfir á leigunni sinni, þar á meðal Hong Kong hasarmyndir og tilraunakenndar myndir frá Evrópu. En hvaðan kemur þessi kvikmyndanörd sem sigraði heiminn?
Quentin Jerome Tarantino fæddist í Knoxville, Tennessee þann 27 mars árið 1963. Foreldrar hans voru mjög ung þegar hann fæddist, móðir hans Connie var 16 ára hjúkrunarnemi og faðir hans 21 árs lögfræðinemi og áhugaleikari. Strax við nafngift var Quentin tengdur kvikmyndum því Connie skírði hann í höfuðið á Burt Reynolds karakternum Quent í Gunsmoke. Þegar Quentin var 2 ára fluttu þau svo til LA og þar ólst hann upp. Móðir hans var dugleg að fara með strákinn í bíó og þegar hann var 9 ára sá hann Deliverance í bíó(engin furða að hann er skemmdur). Allt frá þessari kynningu móðir sinnar á kvikmyndum féll hann gjörsamlega fyrir þeim. Honum gekk illa að fóta sig í skóla og hætti snemma og vann við allskonar störf í nokkur ár. Þegar hann var 22 ára fékk hann vinnu í fyrrgreindri videoleigu þar sem hann kynntist manni að nafni Roger Avary. Hann og Avary skiptust á ákveðnum skoðunum sínum á kvikmyndum í leigunni og vöktu víst mikla athygli, meðal annars hjá ýmsum kvikmyndagerðamönnum sem bjuggu nálægt leigunni. Þeir þóttu hafa mikið innsýn og mikla vitneskju um kvikmyndir. Tarantino gerði eina mynd, My Best Friends Birthday, sem var ekki kláruð á þessum tíma með félaga sínum, sem var í kvikmyndaskóla. Stuttu eftir það skrifaði Tarantino handritið að True Romance, þetta var árið 1988. Það sama ár skrifaði hann svo handritið að Natural Born Killers en það var ekki fyrr en árið 1990 að True Romance handritið var keypt af honum fyrir $50,000. Hann notaði þá peninga til að fjármagna gerð á mynd sem hann hafði nýlega lokið að skrifa sem var auðvitað Reservoir Dogs. Hann ætlaði fyrst að skjóta hana með 16 mm filmu í svart hvítu. Hann var hættur í videoleigunni og var farinn að skrifa hjá framleiðslufyrirtæki í Hollywood, aðallega að fínpússa handrit að þáttaröðum og sjónvarpsmyndum. Hann kynntist þar manni að nafni Lawrence Bender sem kom handriti hans að Reservoir Dogs í hendur Harvey Keitel. Harvey Keitel var hrifinn af því og náði að safna meiri peningum fyrir myndina og fékk góða leikara eins og Tim Roth og Steve Buscemi um borð. Tarantino fór á Sundance hátíðina 1991 og tók upp nokkur atriði með sér sem Mr White og Steve Buscemi sem Mr. Pink og sýndi framleiðendum þar. Einn af þeim sem þeir sýndu brotið var enginn annar en Terry Gilliam, sem varð ofsahrifinn og lagði peninga til verkefnisins. Það var svo ári seinna að Reservoir Dogs var frumsýnd á Sundance með Harvey Keitel innanborðs en dómnefndin var ekki á þeim buxunum að verðlauna svona ofbeldisfulla kvikmynd en það var samt farið að tala um að það væri mættur nýr Martin Scorsese í líki Tarantino.
Miramax fyrirtækið keypti sýningarréttinn að Reservoir Dogs og Tarantino eyddi næstu mánuðum að ferðast um heiminn á kvikmyndahátíðir. Á þeim tíma var hann á fullu að skrifa Pulp Fiction með félaga sínum frá videoleigunni Roger Avary, sem hjálpaði honum líka með Reservoir Dogs. Tarantino sló heldur betur í gegn með myndinni Pulp Fiction, sem vann til verðlauna á Cannes hátíðinni og fékk 7 óskarsverðlaun. Þar á meðal sem besta myndin, besti leikstjóri, besti leikari (John Travolta), besti aukaleikari(Samuel L Jackson) og besta aukaleikkona( Uma Thurman). Pulp Fiction var á svipuðum slóðum og Reservoir Dogs, þ.e.a.s. þemað var glæponar, svik, traust og áhugaverð utanveltu samtöl um jafn ómerkilega hluti eins og hamborgara. Tarantino var strax farinn að sanka að sér gæðaleikara eins og Christopher Walken og Bruce Willis, sem þurfti reyndar að nuða svolítið í Quentin til að fá boxarahlutverkið. Pulp Fiction var hræódýr í gerð held örugglega rétt um $10-12 milljónir en hún halaði inn meira en $100 milljónir í Bandaríkjunum og samtals yfir $200 milljónir yfir allan heiminn. Það þýddi að Tarantino var kominn með smá vasapeninga fyrir erfiðið. Tarantino hafði frekar hægt um sig næstu árin og var eflaust bara að ná andanum eftir þetta frægðarsjokk. Hann leikstýrði einum fjórðungum í Four Rooms, sem var slöpp mynd í heildina en fjórðungur Tarantino og Robert Rodriguez voru ágætir á köflum. Tarantino vingaðist við Rodriguez og leyfði honum að leikstýra mynd eftir gömlu handriti frá sér sem hét From Dusk Till Dawn en hann hafði áður leikið lítið hlutverk í Desperado eftir Rodriguez.. Þessi glæpamynd/vampírumynd( legg áherslu á þetta skástrik) var enginn snilld en var þó ágætis lofsöngur gömlu zombiemynda Romero og vampírumynda og Tarantino fékk hér ágætlega stórt hlutverk sjálfur en það verður samt að segjast að hans staður er fyrir aftan vélina. Tarantino kom svo óvænt fram sem hann sjálfur í mynd Spike Lee, Girl 6.
Árið 1997 kom svo þriðja myndin hans eftir mikla bið frá aðdáendum hans og þar var efniviðurinn tekinn að hálfu leyti frá gömlu blacksplotation-myndunum eins og t.d. Shaft. Tarantino réð meira að segja gamla blacksplotation leikkonuna Pam Grier í aðalhlutverkið í myndinni Jackie Brown. Nú var allt annar tónn í Tarantino og ofbeldið kýlt niður fyrir svalleikann og pimptónlistina. Gagnrýnendur voru ekki yfirsig hrifnir af þessari mynd og ég verð að vera sammála því. Þótt hún sé ekki léleg mynd þá verður hún samt að teljast langveikasta myndin hans. Ég var ekki að fíla Pam Grier í þessu hlutverki fyrir þær einföldu ástæður að hún er ekki nógu góð leikkona til að vera í rammanum 65-70% af myndinni. Það var samt gaman að sjá Tarantino hafa ennþá völdin til að fá gæðaleikara í lítil hlutverk, nefni bara menn af kalíber eins og Robert DeNiro og Michael Keaton. Jackie Brown var lægðin að mínu mati ennþá en ég held að málið sé bara það að Tarantino á aldrei eftir að toppa Pulp Fiction. Ég vona bara að allar hans myndir héðan í frá verði fyrir ofan Jackie Brown í gæðum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Tarantino tekur enn einn undirmenningarflokkinn frá videoleigutímum sínum, samurai-myndirnar, og skilar því í sinni túlkun í Kill Bill. Það hafa verið mikið af slagsmálamyndum undanfarið post-matrix-tímabilið en ég held að Tarantino reyni að forðast kúlurnar á venjulegum hraða og komi með nýja sýn á asískarslagsmálamyndir. Hann hefur nýlega sagt í viðtölum að honum líki ekki við þessa tölvuleikja kvikmyndagerð og að hann reyni alltaf að halda sér “old school”. Ég treysti þeim orðum í bili þangað til 17 október þegar hún kemur út hér á landi, þá ætla ég að taka hann á orðinu.
Tarantino Trade Mark:
*Aðalsöguhetjurnar hans keyra oftast um á Chevrolet-bílum, í pulp fiction var Jules á 1974 Novu og Vincent á 1960 Malibu. *Hann rammar oft fólk við hurðir þar sem þær sjást opnast eða loka.
* Oft sjást ekki ofbeldisatriði, þau eru látinn vera fyrir utan rammann og það sama má segja um samtölin oft.
*Skjalataska skipta miklu máli í Reservoir Dogs, Pulp Fiction, Jackie Brown og True Romance.
*Fólk talar oft um cultmyndir eða sjónvarpsþætti í myndum hans
* Notar oft Harvey Keitel eða Tim Roth í myndum sínum.
* Aðalsöguhetjan deyr oft í myndum hans Mr. White(Reservoir Dogs), Vincent Vega(Pulp Fiction), Jacob Fuller(From Dusk Till Dawn.
* í myndum hans er oft notað skot upp úr skotti af bíl
* vísar oft til Hollands, í reservoir dogs var upphafsstefið Little Green Bag sem er samið af þremur hollendingum, í pulp fiction var mikið talað um Amsterdam af því Vincent Vega var að koma þaðan í byrjun myndarinnar, í Jackie Brown er talað um hollenska leikarann Rutger Hauer.
* Það er mexíkanskt uppgjör í öllum myndum Tarantino líka True Romance og Natural Born Killers, það er þegar margir menn miða byssum á hvor aðra.
* Notar oft óvenjulega sögufrásögn allt frá nánast flashback frásögn Reservoir Dogs til kaflaskipta Pulp Fiction þar sem tímaröðin passaði ekki eða kaflaskil í Kill Bill.
Fróðleikur:
*Tarantino safnar gömlum borðspilum sem tengjast gömlum sjónvarpsþáttum t.d. Dukes of Hazzard, Mr. T, A-Team.
* Tarantino hefur aldrei fyrirgefið Oliver Stone fyrir það hvernig Stone leikstýrði Natural Born Killers, upprunalega handritinu hans Tarantino var breytt mjög mikið og hann fékk aðeins storycredit í myndinni.
* Hann hjálpaði til við handritið á Crimson Tide án þess að fá credit fyrir að eigin ósk.
* Tarantino er mikill aðdáandi The Three Stooges
* Tarantino nafnið er ítalskt og er hann því af ítölskum uppruna, fyndið þegar skoðað er yfirheyrslan fræga í True Romance þegar Dennis Hopper útskýrir fyrir Christopher Walken uppruna Ítala.
* Þrátt fyrir að hann noti það mikið í myndum sínum segist hann ekki vera allgjörlega á móti öllu ofbeldi og eiturlyfjum.
-cactuz