Þó svo að myndin Resevoir Dogs havi verið tekin á breiðfilmu og sýnd í kvikmyndahúsum þá er hún með raun og sann sjónvarpsleikrit.

Myndræn framvinda er ekki til staðar heldur einkennist framvindan af samtölum og aðstæðum, auk þess sem myndin gerists nær öll á sama sviði. Semsagt: Resevoir Dogs lýtur lögmálum leikrita en ekki kvikmynda. Þær senur þar sem farið er aftur í tímann eru einu senurnar þar sem lögmál kvikmyndarinnar fá að njóta sín, en þær senur eru aukaatriði og uppfylling. Resevoir Dogs myndi þrælvirka á sviði og jafnvel í útvarpi án þess að missa neitt af sínum krafti.


En ef menn vilja enn skilgreina myndina sem kvikmynd þá er aðeins hægt að skilgreina hana sem búningadrama.

Búningadrama er einmitt mynd sem felur myndræna fátækt bakvið búninga og leikmuni. Ekki notast Tarantino þó við parrokk og barrokk heldur lætur flestar persónurnar klæðast snappy jakkafötum, og leitar þar á fjörur minimalisma. Resevoir Dogs er því minimalískt búningadrama.

Ég er alls ekki að dissa myndina enda tel ég hana meistaraverk á svið sjónvarpsleikritunar og besta búningadrama allra tíma.