Einstaklingurinn sem á heiðurinn að þessu kallaði sig Rauða Ljónið hjá undirtónum, þannig að þetta er nokkurskonar Copy/Paste.
Í 95% tilvika er alveg frábært að fara í bíó á þessu flæðiskeri okkar, en stundum þarf bara einn (ef ekki fleiri) atburð til að gera tiltekna ferð að vítiskvölum. Ég hef, eins og ábyggilega langflest ykkar kvikmyndaunnenda lent í alveg hvimleiðum leiðindum í annars ágætis bíóhúsum landsinns, og þið eigið ábyggilega eftir að kannast við einhverja af eftirfarandi atriðum…
1. Ég er of seinn í bíó. Þegar ég og vinur minn komum á staðinn eru geðsjúkar raðir í miðasölunni. Í 99.9% tilfella vel ég röðina þar sem allir borga með kortum, finna ekki peninganna sína eða vita ekki hvaða mynd þeir ætla að sjá, og svo loksins þegar kemur að mér er uppselt. Vesen.
2. Er á leiðinni að fjárfesta í poppi og kóki, en afgreiðslufólkið virðist alltaf horfa framhjá mér og afgreiða manneskjunna við hlið mér þó svo að hún hafi verið nýkominn. Ég reyni að segja kurteisislega “..uh, fyrirgefðu..” en fæ hatursfullt augnaráð sem segir: “Bíddu bara þangað til kemur að þér”. Síðan þarf einhver að segja: “Hey, ég var sko á undan”. Ég er nú svo siðmenntaður að ég læt undan. Svona er nú lögmál frumskógarinns í bíó í í þessu vestræna ríki okkar.
3. Ég bíð með mitt popp og kók á lofti í hrúgu af fólki fyrir framan lokaðar dyrnar á salnum. Eftirvæntingin eykstmeð hverju augnablikinu og fleira fólk þjappar sér uppað hvort öðru eins og það sé á heimsmeistaramóti snetifíkla. Fimm mínútum eftir auglýstan sýningartíma koma tvær tágrannar unglingstátur og opna hurðina, en eiga fótum sínum fjör að launa því að fólkið gjörsamlega spýtist inn eins og úlfaldar í gegnum skráargat.
Ég nota ekki fæturnar til að komast inn - aðrir sjá um að hreyfa mig, í átökunnum missi ég poppið í hárið á konu sem getur ekki skammað mig því að hún er meða hettu mannsins fyrir framan sig uppí sér.
4. Jæja þá hefur ,aður afrekað það að komast heill á höldnu inn í sal, en öll mannsæmandi sæti eru upptekin svo að ég verð að setjast á fremst bekk til vinstri. Þegar myndin byrjar verð ég að hreyfa hausinn hratt til hægri og svo aftur til vinstri til að ná textanum. Auk þess þarf ég að beina höfðinu uppá við allan tíman. Daginn eftir er það svo fyrsta ferðin til hnykklæknis.
5. Engum dettur það í hug að skipta um skyggnur í bíóinu, allveganna sé ég auglýsingar eins og: “Sumar útgáfa vikunnar” og “Mónu páskaeggin eru best”, ég veit nú ekki betur en það sé 21. september í dag.
6. Það mætti nú halda að ég væri kominn á laugardalsvöllinn. Áður en myndin byrjar að rúlla byrja menn að klappa og blístra eins og kolvitlausar fótboltabullur og eina sem vantar er helv…lúðrasveitin og sneriltrommurnar. Ekki er samt nóg að klappa í byrjun, um leið og söguhetjan gerir eitthvað flott byrja þessir vitleysingar að klappa og blístra, eins og að það eigi von á að söguhetjan komi út úr tjaldinu og hneigji sig og veifi. Haldið ykkur við vellina í guðanna bænum!
7. Gaurinn fyrir framan mig keypti örugglega háværasta skrjáfpokann í sjoppunni og hann nýtur þess að stinga allri hendinni ofan í pokann og gramsar með fingrunum, rétt eins og hann leiti að hinni útvöldu hrískúlu innan um hundrað aðrar sem bragðast ábyggilega ekkert síðri á bragðið. Eftir að hafa eytt talsverðum tíma í að eyðileggja fyrir okkur hinum , finnur hann kúluna og gleypir hana í einum munnbita, sekúndu síðar kemur hann auga á afar sællega hrískúlu neðst í hægra horni pokanns og ræðst til atlögu - og ég þarf að halda aftur að mér í að slá hann fast í hausinn.
8. Ég sit spenntur í miðju hasaratriði og úða restinni af poppinu í mig þegar ljósin kvikna um leið og tvistið er að koma.
Það er röð á klóið og á sjoppuna. Maðurinn sem er á undan mér við vaskinn þurrkar á sér hendurnar í 5 mínútur og gætir vandlega að skilja hvergi eftir þurran blett á handarbakinu, þegar ég loks kemst aftur er ég búinn að missa af atriðinu. Viðurstyggð!
9. Konan við hliðina á mér er hundrað og fimmtíu ára gömul og heyrir ekki neitt. Við hliðina á henni situr áttræð dóttir hennar og leiðbeinir henni í gegnum myndina, hátt og skýrt svo sú gamla geti nú fylgst með söguþræðinum, því hún er líka vitasjónlaus og á lítið erindi í bíó.
10. Strákurinn í röðinni fyrir framan mig á gemsa. Hann vill endilega að allir viti af ríkidæmi sínu og lætur símann hringja í miðri mynd og heldur uppi hrókasamræðum við félaga sinn, og kvartar hásöfum í símann að myndin sé stillt svo hátt að hann heyri ekkert í honum. Réttast væri að setja sektir og fangelsisvist við farsímanotkun í bíó.
11. Maðurinn fyrir aftan mig hefur gaman af myndinni. Allaveganna hlær hann hátt að öllum bröndurum, endurtekur þá sjálfur og hlær svo enn meira, því að þegar hann endurtekur brandarann lætur hann alla vita að hann náði djókinu, nema auðvitað að hann haldi að hann sé að gera heyrnadaufu fólki greiða.
12. Stúlkukindin á fimmtánda bekk hefur séð myndina. Hún er afar stolt af því og hjálpar vinkonum sínum að finna þungavigtapunkta mynarinnar. “Núna kemur geeeeðveikt atriði!” “Þetta er ógeðslegt sem er að fara að koma.” “Nú kemur fyndið atriði” segir hún meðan eftirvæntingin skín úr augunum þegar hún bíður eftir viðbrögðum vinkvenna sinna og stuðlar að því í leiðinni að ekkert komi okkur hinum á óvart í framvindu myndarinnar og tryggir okkur hinum alveg ömurlega bíó ferð.
13. Gaurinn á þriðja bekk virðist vera gæddur spámannsgáfum eða “Clairvoaynce”, hann veit þessvegna hvernig myndin er án þess að hafa séð hana. Gaurinn segir sposkur við félaga sína setningar eins og: “Ég vissssiða!”, “Oh ógisslega augljóst” og “Kommon föttuðuð þetta ekki?” Þessi síðast setning er ekki skemmtileg á myndum eins og The Sixth Sense og The Ring(Ringu).
14. Strákurinn fyrir aftan mig ákvað að bjóða kærustunni sinni með sem er ekki mikill aðdáandi vísindaskáldsagna og tönglast endalaust yfir því hvað þetta er óraunverulegt, hún lætur í ljós skoðanir sínar svipuðum setnungum: “Glææætann að þetta sé hægt” og “Eins og einhver gæti flogið á svona tæki.” Svo byrjar hún að nöldra í stráknum og segir: “Við hefðum frekar átt að sjá Maid in Manhattan.” Regla númer eitt: Aldrei fara með kærustunni á Star Trek!
15.Það er einhver í salnum sem hlær svo asnalega að allir aðrir smitast af hlátrinum. Þar að auki nær viðkomandi að yfirgnæfa alla í salnu með sínum 1000 watta raddböndum. Þó svo að eitthvað sorglegt eða magnað atriði komi, byrjar þessi sama manneskja að hlæja eins og hún fatti ekki hvenær hún á að stoppa og það skiptir ekki togum að allur salurinn springur úr hlátri.
16. Myndin er hálfnuð og ég sit hálfnakinn í stólnum, með popppokann fyrir blævæng, kominn úr úlpu, peysu, skóm og sokkum. Einhver snillingurinn skrúfaði fyrir loftræstinguna þannig að allir í salnum eru soðnir eins og hverabrauð.
Vill einhver íste?
17. Góð mynd er á enda runnin og maður er hreinlega dasaður. Nokkrir þjást þó af fyrirtíðaspennu eða hlandspreng og standa upp þó að lokasenan sé ekki búin. Allt í einu umturnast salurinn - Skvaldur og rennilásahljóð líkt og þeir séu að herma eftir þeim sem byrjuðu, ég verð líka að standa upp til að ná endanum á myndinni og stemmingin sekkur í svaðið.
18. Einhver gelgja heldur að hún/hann sé svakalega sniðug(ur) og byrjar að gera skugga myndirá tjaldið við litlar undirtektir bíógesta. “…and me without my boomstick…”
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.