Ég veit ekki af hverju ég skrifa þessa grein en mig grunar
að hér geti átt sér stað skemmtilegar samræður um
okkar uppáhalds hryllingsmyndir.
Sjálfur veit ég lítið um hryllingsmyndir en hef þó haft gaman
af mörgum. Þó á ég mínar uppáhalds hrollvekjur.
Þar má helst nefna “íbúða-trílógíuna” (Repulsion,
Rosemary´s Baby og The Tenant) eftir Roman Polanski
(minn uppáhalds leikstjóra). Einnig eru nokkrar aðrar
ansi góðar og þá ber helst að nefna The Shining,
The Exorcist og splatter snilldin Braindead.
Svo kemur nú smá samantekt:
Repulsion (Roman Polanski):
Snilldar stígandi sem skilur áhorfandann eftir dolfallinn.
-Það besta: Stígandinn
Rosemary´s Baby (Roman Polanski):
Ég þorði valla að fara heim(ég horfði á myndina hjá vini) einn
eftir að hafa séð þessa mynd.
-Það besta: Djöfulleikinn
The Tenant (Roman Polanski):
Úff, sá hana á sama stað og Rosemary´s Baby og sem betur
fer var annar vinur minn samferða mér (kallið mig kellingu).
Myndin er óskaplega vel gerð og andrúmsloftið er geggjað.
-Það besta: Geðveikislega ofsóknaræðið
The Shining (Stanley Kubrick):
Kubrick tekur myndina óaðfinnanlega og leikarar standa sig
með alkunnri prýði.
-Það besta: “Here´s Johnny!”
The Exorcist (William Friedkin):
Barátta góðs og ills sett á svið með andsetinni stelpu.
Gerist varla betra.
-Það besta: “Let Jesus fuck you!”
Braindead (Peter Jackson):
Splatter hryllingur með jafnmiklu blóði og húmor. Klikkunin
sem einkenndi Bad Taste og Meet The Feebles er einnig til
staðar í þessari frábæru skemmtun.
-Það besta: “I kick ass for the lord!”
Endilega komið með aðrar góðar hryllingsmyndir sem vert er
að sjá, enda hefur hryllingspakkinn nánast alveg
farið framhjá mér.