Kvikmyndin The thin red line frá árinu 1998 fjallar um stóran
hóp af hermönnum í seinni heimstyrjöldinni sem eru faldir því
verkefni að yfirtaka bækistöð japana á eyjunni (eða hjá(?))
Guadalcanal. Fylgst er náið inn í líf nokkura hermannana þar
sem við kynnumst bakgrunni þeirra og sterkum tilfinningum.
Flestum, ef ekki öllum, hermönnunum hafa enga trú á stríðið
og vilja komast, sem fyrst heilir á húfi til heimili sinna en
neyðast til að taka þátt vegna herskyldu. Kvikmyndin sleppir
engum smáatriðum í sambandi við hvernig stríð eru og
hvernig áhrif þau hafa á líf “þátttakenda”.
Eftir tuttugu ára hlé frá leikstjórn tók Terrence Malick það að
sér að leikstýra kvikmyndinni The thin red line eftir
sannsögulegri bók James Jones sem þjónaði í seinni
heimstyrjöldinni í sömu árás. Terrence Malick sem hafði
þegar eignað sér gott orðspor í kvikmyndaheiminum hlaut
tvær óskarsverðlaunatilnefningar sem leikstjóri og
handritshöfundur The thin red line en vann því miður ekkert.
The thin red line er ein af betri, fallegri kvikmyndum sem gerð
hafa verið, hún sýnir á óhefðbundinn og tilfinningaríkan hátt
hvernig mannleg hegðun er knúinn og hvernig stríð og
föðurlandsást er heimskuleg og gagnslaus. Það er stórt og
gott leikaraval í kvikmyndinni t.d. Sean Penn, Nick Nolte,
James Cavaziel, John Cusack, John C. Reilly, Adrien Brody,
Ben Chaplin, Woody Harrelson, John Travolta, Elias Koteas
og margir aðrir góðir. í hvert sinn sem að ég sé þessa mynd
þá finnst mér hún vera betri en ég sá hana seinast, hún er
algjört skildu áhorf fyrir þá sem kalla sig sanna
kvikmyndaunnendur.