Alein 5
Eins og þið hafið eflaust allir frétt þá á að framleiða enn aðra Alien mynd, sem er náttúrulega bara gott mál að mínu mati. Ég sá þessa grein í mogganum og ákvað að kanna málin aðeins betur. Sigourney Weaver hefur alltaf viljað gera Alien mynd sem gerist á heima plánetu geimveranna eða jafnvel á jörðunni en svo virðist að handritið að 5 myndinni í seríunni muni gerast á jörðu. Ef marka má London Sunday Express þá á Weaver að fá littlar 22 milljónir dollara fyrir myndina sem slær met Julia roberts í Erin Brockowich, en þess má geta að hún fékk 20 milljónir dollara fyrir það hlutverk. Joss Whedon handritshöfundur Buffy hefur verið fenginn til að gera handritið að myndinni og held ég að hann eigi eftir að standa sig með príði þar sem hann gerði einni handritið að Alein Resurrection. Enn hefur ekki verið nefndur neinn leikstjóri við myndina en ég er alveg viss um að framleiðendurnir séu með einhver stór nöfn í sigtinni fyrst að Ridley Scott, James Cameron David finch og Jean Pierre Jeunet hafa verið fengnir til liðs við fyrri Alein myndirnar. Ég vona alla vega að þetta blessist allt en myndin á að koma út árið 2004 ef að allt gengur að óskum því þá er 25 ára áfmæli Alien 1 myndarinnar.