Reservoir Dogs eða Svikráð eftir Quentin Tarantino með Harvey Keitel, Tim Roth, Chris Penn, Lawrence Tierny, Eddie Bunker, Michael Madsen, QT , Steve Buscemi og Kirk Baltz.
MYNDIN
Ég ætla nú ekkert að fara að skrifa söguþráðinn hér enda ætti hvert mannsbarn að vera búið að sjá myndina.
DISKURINN
Þetta er 10th Anniversary Special Edition 2-Disc set sem er gefið út af Artisan. Það voru gefnar út nokkrar mismunandi útgáfur af þessari útgáfu. Hægt er að velja coverið og er hægt að fá Mr. White , Mr. Brown, Mr. Yellow, Mr. Blonde, Mr. Pink og Mr. Orange cover. Ég valdi mér Mr. White. Bæði Widescreen og Full Screen útgáfur fylgja og er aðal aukaefnið á Disk tvö ásamt full screen útgáfunni.
MYND
Ég fékk eiginlega hálfgert sjokk þegar sá myndina fyrst í 2.35:1 á DVD enda orðinn vanur að horfa á hana á gamla góða VHS. Myndin er mjög skýr og eins skýr og hún getur nokkurn tímann orðið.
HLJÓÐ
Hljóðrásir skiptast þannig:DTS 5.1, DD 5.1 og DD 2.0 á Widescreen útgáfunni og síðan DD 5.1 og DD 2.0 á full screen útgáfunni. DD 5.1 hljóðrásin er helvíti góð. Þar sem þetta er að mestu samræðumynd er mikilvægt að hljóðið detti aldrei niður í miðju samtali þegar önnur utanaðkomandi hljóð heyrast. Það gerist aldrei hér og er allt tal eins og verður best á kosið. Þeir eru nú ófáir byssuhvellirnir í þessari ræmu og fór það í taugarnar á mér hversu subdued þeir voru á köflum. Það skrifast kannski ekki á hjóðrásina heldur á masterinn og lélega hljóðupptöku.Að auki er boðið er uppá commentary með QT, Lawrence Bender og einhverjum leikurum(ein rás).
AUKAEFNI
Ég verð nú að segja það mest af aukaefninu á disk tvö er alveg drepleiðinlegt, en vissulega er líka að finna nokkra skemmtilega fítusa.
Aukaefni diskur 1:Trailer,Viðtöl(við Chris Penn, Kirk Baltz, Michael Madsen, Lawrence Bender, Tim Roth og QT) sem er helvíti skemmtileg,og síðan Deleted Scenes:Hérna eru 5 ónotaðar senur og þar á meðal 2 sem gefa annað sjónahorn á eyrað góða!. Ein senan er virkilega góð og er þetta í fyrsta sinn sem ég sé ónotaða senu á DVD disk sem eitthvað er varið í.
Aukaefni diskur 2:
-The Critics Commentaries:Þrír kvikmyndagagnrýnendur gefa commentary á sambræðing af atriðum úr myndinni, hvert commentary segment er um það bil 25 upp í 40 mínútur. Ekki eru alltaf sömu atriðin.
-Class of 92:Inni í þessum hluta er að finna viðtöl við kvikmyndagerðarmenn sem eiga það allir sameiginlegt að hafa verið á Sundance kvikmyndahátíðinni árið 1992.Maður kannaðist við einn og það var Quentin Tarantino. Hérna er líka að finna upptökur frá þegar Steve Buscemi og Quentin Tarantino lesa saman nokkur atriði áður en myndin var sýnd.
-K-Billy´s Supersounds:Hérna eru nokkrir gullmolar svo sem viðtal við fanga sem segir hvað honum fannst asnalegt við myndina. Síðan er viðtal við meðlim hljómsveitarinnar Stealer´s Wheel sem sömdu lagið Stuck in the middle with you og hann segir frá uppruna lagsins. Að auki er hér Outtakes með K-Billy sjálfum og síðan eitt fyndið myndband.
-Tributes and dedications:Pam Grier, Roger Corman, Jack Hill og Monte Hellman lofa QT í stuttum klippum og síðan lofar QT ansi marga sem höfðu áhrif á kvikmyndagerð sína. Hérna er líka virkilega góður þáttur þar sem Eddie Bunker talar um líf sitt. Tribute tiæ Lawrence Tierney er líka að finna þarna.
-The Film Noir Web:John Boorman og fleiri tala um atriði í sínum myndum.Þessir leikstjórar skilgreina líka sína stefnu og stíl. Hinir eru Stephen Frears, Donald Westlake(Screenwriter), Robert Polito og Mike Hodges.
-Small Dogs:Þáttur um þróun Reservoir Dogs Action kallana.?
-Location Scouting með Billy Fox:Áhugaverður þáttur um staðina sem myndin var tekin upp á. Virkilega gott, stutt en gott.
-Reservoir Dogs style guide: Af nafninu að dæma gæti þetta verið ágætur 25 mínútna þáttur um fötin sem leikararnir klæddust í myndinni og einhverskonar trend sem upphafðist útaf henni. Nei ,Dead Wrong þetta er 22 sekúndna clip með einhverjum staðhæfingum eins og Dress in Style eða Kill in style sett upp á fáránlegan hátt.
-Poster Gallery:3 mismunandi veggspjöld myndarinnar.
Spænskur texti er gefinn með myndinni.

Í LOKIN
Þessi útgáfa er að sjálfsögðu skyldueign fyrir alla aðdáendur Tarantinos, svo og Miramax 2-disc útgáfurnar á Pulp Fiction og Jackie Brown.Þrátt fyrir frekar furðulegt aukaefni gef ég disknum 8.0.

Aðrar Staðreyndir
Run Time: 100 mínútur
Anamorphic: Já
Útgefandi:Artisan Home Entertainment
Region:1

KURSK