Góðan dag/kvöld. Ég ætla að skrifa hérna smá texta um myndina 28 days later.
Ég hafði lengi beðið eftir þessari mynd eftir að ég sá fyrst trailer af henni á Popp-Tíví. Maður á gangi í miðborg Lundúna, enginn á ferli nema hann sjálfur og nánast svo hljótt að hann gæti heyrt í þögninni. Þetta vakti áhuga minn á myndinni og ég skellti mér á hana í gær (22.08.'03).
Einhverskonar friðarsinnar ráðast inn í rannsóknarstofu í Bretlandi þar sem rannsóknir eru gerðar á simpönsum og vilja þessir friðarsinnar hleypa þeim aftur út í villta náttúru. En vísindamaður kemur að þeim og grátbiður þau ekki um að hleypa þeim út. Hann segir að þeir eru með mjög hræðilegan vírus sem smitast með blóði og þess háttar og ef manneskja fær hann í sig verður sá sami trylltur og vill allt drepa í kringum sig. 28 dögum síðar vaknar Jim (Cillian Murphy) úr dái á spítala og skilur ekkert upp né niður hvers vegna í svo margra milljóna manna borg er enginn á ferli, bara blöð og tómir bílar. En hann finnur nokkra ósýkta og skilur loks hvað er í gangi, hvað gerðist á þessum 28 dögum og hvað leynist í húsum Lundúna og Bretlands og jafnvel heimsins og lætur aðeins sjá sig að næturlagi.
Þetta er góður söguþráður og leikararnir eru að standa sig með prýði og myndin er vel leikstýrð. Þetta er mynd sem fær hárin til að rísa og ætli þetta sé ekki ein af svokölluðum “splatter” myndum, því að blóðið spýtist út myndina. Það koma atriði þar sem fólk byrjar að naga neglurnar og ef þú villt losna við hiksta þá skelltu þér á 28 days later…
***1/2/****