MYNDIN
Mel Brooks er meistari ! Hér er gert grín að öllum frægustu geimmyndum og þáttum t. d. Planet of the apes(gamla) Star Wars , Star Trek. Í stuttu máli fjallar Spaceballs um þjóðflokkinn Spaceballs sem ætlar að stela öllu súrefni af plánetunni Drúidíu, undir stjórnar hins illa forseta( Mel Brooks) og Dark Helmet (Rick Moranis). En þegar Lone Star (Bill Pullman) og vinur hans Barf (John Candy) eru fegnir til að bjarga Vespu prinsessu frá Spaceballs snýst blaðið við.
DISKURINN
Það er Metro Goldwyn Mayer sem gefur myndina út en hún kom út árið 1987 en 2001 á DVD.
MYND
Myndin er í 1.85:1 widescreen 4:3 og í Region 2.
HLJÓÐ
Hljóðið er alveg frábært í Dolby Digital.
AUKAEFNI
Hérna er gallinn á disknum það er bara trailerar ekkert annað hefði viljað sjá meira!!!
TEXTAR
Enska, þýska, franska, ítalska, spænska, hollenska, sænska, finnska, norska, danska, portúgalska, pólska, ungverska, gríska, tyrkneska, hebreska. Mætti nú alveg hafa íslensku
8/10