Titill: Young Guns
Ár: 1988
Leikstjóri: Christopher Cain
Leikarar: Emilio Estevez
Kiefer Sutherland
Lou Diamond Phillips
Charlie Sheen
Terence Stamp
Jack Palance
Lengd: 102 mín.
Myndin á að gerast árið 1878 í Nýju Mexíkó. Bóndi að nafni John Tunstall(Terence Stamp) ræður menn sem eru aðallega flóttamenn til að vernda búgarðinn og í staðinn gefur hann þeim húsnæði og kennir þeim að lesa og skrifa. Einn af þessum mönnum heitir William Bonney(Emilio Estevez) sem varð seinna þekktur undir nafninu “Billy the Kid”
Samkeppnisaðili Johns, Lawrence G. Murphy(Jack Palance) sem er ríkur bóndi, vill enga samkeppni og lætur þess vegna menn sína drepa John og sleppur með skrekkinn(þ.e.a.s. er ekki kærður fyrir vikið).
Bonney og hinir ákveða að hefna sín. Enn til að fá að vita hvernig það fer, verðið þið að sjá myndina.
Þetta er mjög skemmtileg og spennandi mynd með góðum húmor. Það eru frábærir leikarar í þessari mynd bæði í aðalhlutverkum og í aukahlutverkum. Eini gallinn við þessa mynd er tónlistin. Það er svona 80´s tónlist í henni, sem mér finnst ekkert passa inn í svona vestra.
Það má til gamans geta að Emilio Estavez og Charlie Sheen eru bræður.
Þetta er án efa besti vestri sem ég hef nokkurn tíman séð.
****1/2/*****
AbrahamS
“I´ll be back”