Leikstjóri: Takashi Miike.
Handrit: Sakichi Satô
Leikarar: Tadanobu Asano, Nao Omori, Shinya Tsukamoto, Paulyn Sun
Special FX: Yuuichi Matsui
Forleikur:
En eitt meistara verkið frá Japan runnið undan rifjum ofurleiksjóranns Takashi Miike sem pumpar út 3 til 4 myndum á ári og gerði meðal annars Audition og Dead Or Alive 1 & 2. Myndin er byggð á ofbeldis anime teiknimynd með sama nafni.
Efni:
Þegar Yakuza bossinn Anjo hverfur úr íbúð sinni með væna summu af seðlum, verður uppi fótur og fit í genginu.
Meðlimirnir sem flestir geðsjúkir fara að leita ástæðu hvarfsins, en við stjórn tekur næst efsti maðurinn í klíkunni er hin mjög svo geðveiki Kakihara.
Og brát fara að heyrast sögur um að hin vitfyrti ofurmorðingi Ichi hafi átt þar hlut í máli.
Umfjöllun:
ATH : Myndin er alls ekki fyrir viðkvæma.: ATH
Strax og DVD Menu-in kom upp fór um mig hrollur, hljóðin ristu inn að beini.
Myndin byrjar vel og blóð og garnir fljúga í allar áttir í hartnær tvo tíma,
og við kynnumst hverjum dólgnum af öðrum hver með sína brenglun.
Flottastur er Kakihara sem gengur um í bleiku skyrtunni sinni og níddur þess að láta berja sig og pína.
Moli tekinn af IMDB
At the Toronto premiere of Ichi The Killer, sick bags were handed out to the audience as part of the promotion. And for the weak of stomach - sick bags may be warranted.
Mín útgáfa:
Region 2, Collector Edition, 2x cd
Cd 1
Mynd: 16.9 Anamorphic
Hljóð: 5.1
Cd 2
Stappaður af aukaefni.
Niðurstaða:
Hún hefur skemmtilegan stíl nokkuð er gert úr myndrænum atriðum sem og myndatökum. einnig er hljóðsetning góð og leikaraval.
Þó svo að yfir öllu sé smá húmor er þarna á ferðinni grimmdar slettu ræma sem lætur engan ósnortin í nokkra daga.
Skelltu þér á hana hún er þess virði . . . . .
hjá mér
***/****
X