Ég fór út á videoleigu og leigði mér myndina LiarLiar með Jim Carrey.
Ég hafði alltaf verið hræddur um að þessi mynd væri léleg. Ég ákvað að taka þessa mynd eftir að ég sá myndina Bruce Almighty sem er einmitt í bíóhúsum um þessar mundir.
Fletcher Reed er með bestu lögfræðingum í borginni en er í þokkabót allmikill lygari (eins og flestir lögfræðingar eru…..bara djók).
Fletcher og konan hans Audrey eru skilin og eiga einn son Max, en eins og gengur og gerist þá hefur Audrey fundið annan mann Jerry.
Nú hefur Fletch gefið syni sínum ótal loforð s.s. að mæta í fimm ára afmælið hans en vegna þess að stórt mál getur hann það ekki, sonur hans verður vitanlega leiður og þegar blæs á kertin á afmælis tertunni sinni óskar hann þess að pabbi hans geti sagt bara sannleikan í einn dag.
Þessi ósk rættist og vefst þetta mikið fyrir Fletch. Hann hefur núna gefið annað loforð, að sækja Max úr skólanum og vitanlega gleymir hann því (eða getur það ekki) og fyrir vikið eru Audrey, Max og Jerry að flytjast til Boston en Fletch nær á alveg ótrúlegan hátt að stöðva flugvélina rétt fyrir flugtak og þar með krækja sér aftur í Audrey og þar að leiðandi Max.
Þetta er alveg mögnuð mynd ***/*****
PS. Ég veit að þetta er léleg grein.
Kv. Prong