Nei hvur fjárinn Ég versla reglulega á Amazon.co.uk og ný nýlegast keypti ég mér Pulp Fiction SE, Donnie Darko og Boondock Saints allar í sömu sendingunni, um leið og ég fékk þær í hendurnar hentist ég inní herbergi til að horfa á þessar snilldar myndir og það í fyrrnefndri röð. Pulp Fiction var náttúrulega yndisleg að vanda og loksins gat ég horft á hana í Widescreen og allt frábæra aukaefnið með henni. Donnie Darko var líka brilliant í WS og með góðu aukaefni… en þá kom sjokkið, Boondock Saints.. ég hélt að ég hafi rambað á nokkuð gott tilboð (5 pund) og þar sem ég hef oftar en ekki fengið mjög góða diska frá amazon þá var ég mjög bjartsýnn á að sjá allt dýrlega aukaefnið sem þessi diskur hefði upp á að bjóða. Djöfull var ég barnalegur, að halda að ég fengi góðann disk á 700 kall, hvað var ég að hugsa! Til að byrja með er valmyndin engin “val”mynd… heldur bara stendur bara Play á skjánum. Eftir að hafa horft á myndina í fílu yfir því að það séu engir undirtextar (subtitles) þá fæ ég hressilegt spark í hausinn þegar atriðið þar sem þeir detta úr loftstokknum niður í hótelherbergið. Það er búið að klippa helvítis atriðið! Dauði og djöfull, ég stend umsvifalaust upp, ríf diskinn úr spilaranum, kveiki á PS2, fer í Vice City og næ mér í næsta rampage sem ég finn. Eftir að reiðin er runnin af mér og 40 Gang Members eru fallnir í valinn þá hugsa ég: “hvers vegna ég, af hverju þurfti ég að lenda í þessu GUÐ? AF hverju leyfðirðu þeim að klippa þessa gæðamynd?”

Þetta er profillinn fyrir myndina á Amazon
http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/B00006 JY6A/ref=sr_aps_dvd_1_1/202-9562113-1208650

*þerri tárin* Hefur einhver annar hérna lent í þessu og vitiði hvernig maður kemst hjá þessum sora?