Nú hef ég verið að heyra mikið um Terminator 3 og einnig að það verði gerð 4 líka. Það sem ég hef heyrt um 3 er að James Cameron ætlar auðvitað ekki að leikstýra, það verður trúlegast Christian Duguay(The Assignment, The Art of war) eða John Mctiernan( Die hard 1 og 3, Predator) sem leikstýrir. Linda Hamilton og Robert Patrick verða ekki með, en Schwartzenegger og Furlong verða með og Famke Jensen. Hún mun trúlegast leika háþróað kvenkynsvélmenni og það verður örugglega snilld að sjá hana berjast við Arnold:). Það er hinsvegar ekki öruggt hvort Schwartzenegger verði í 4 en hún á að gerast langt inn í framtíðinni þegar John Connor er orðinn fullorðinn (þá verður Furlong örugglega ekki með). Það verður erfitt að koma með þessar myndir eftir snilldarmyndina T2 en ég vona að þær verði einhvers virði og að það hái þeim ekki að meistari Cameron er ekki við stjórnvölin.
Cactuz******