Fred, Daphne, Velma, Shaggy og Scooby-Doo eru búin að slíta sambandinu í “The Mistery Machine”. Daphne er orðin fréttakona og Fred er “Crew”-ið hennar, Velma á bókabúð sem selur bækur um dularfull fyrirbæri og Shaggy og Scooby vinna sem tollgæslumenn á einhverjum flugvelli en eru reknir vegna þess að þeir átu allan matinn sem reynt var að smygla til landsins.
Þegar Daphne segir í sjónvarpsviðtali að henni langar til að byrja aftur í genginu, koma allir saman og byrja að leita að “alvöru” draugum saman.
Það gengur ekkert hjá þeim fyrr en þau hitta stelpu sem heitir Lena, sem segir þeim frá eyju þar sem draugur ills sjóræningja herjar á ibúana, og hún segir þeim líka að það sé fjársjóður hanns þarna líka. Þau fara á eyjuna en þegar þangað er komið komast þau að ekki er allt með felldu.
Það er dularfullur garðyrkjumaður þarna, ferjumaður, Lena og Húsfreyjan. Allir í genginu gruna sterklega garðyrkjumanninn vegna þess að hann er búinn að vera þarna styðst af öllum. Húsfreyjunni og Lenu er ekki vel við Scooby því hann er hundur og það er mjög mikið af köttum á eyjunni.
Þegar þau eru byrjuð að ná tökum á hvað er að gerast byrja að koma uppvakningar sjóræningjanna og margra ferðamanna sem týndust á eyjunni.
Þau halda að þetta hafi verið kallar með grímur sem væru að leita að fjarsjóðinum, en það er rangt. Þessir uppvakningar eru raunverulegir og voru þeir drepnir af Lenu, Ferjumanninum og Húsfreyjunni sem tilbiðja einhvern kattarguð og þau breyttust í kattarskrímsli, og þau fórnuðu ferðamönnunum til að geta haldið áfram með sitt eilífa líf.
Þegar gengið er búið að sigra “kettina” halda þau heim og geta sannað þetta í þættinum hennar Daphne með því að nota vitnisburð garðyrkjumannsins sem var í raun lögreglumaður sem var “undercover” til að leysa gátuna um týndu ferðamennina.
Þetta er hin fínasta mynd, ekki sú besta en heldur ekki sú versta. Ég gef henni **1/2 af ****