Kvikmyndasíður á netinu
Fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á kvikmyndum þá eru ýmsar áhugaverðar síður til. Fyrst og fremst skal nefna síðuna aint-it-cool-news.com sem hefur heimildarmenn hjá öllum stóru kvikmyndafyrirtækjunum og er oftast fyrst með fréttirnar. Harry sem er vefstjóri síðunnar hefur samt verið gagnrýndur fyrir að setja stundum fréttir á síðuna sína sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Þrátt fyrir það sennilega besta síðan. Síðan má nefna síðuna darkhorizons.com sem er mín uppáhaldssíða og er uppfærð nánast daglega.Þar má finna allar nýjustu fréttir um væntanlegar kvikmyndir og hægt að skoða nýjustu trailerana.Aðrar síður sem má nefna eru: ign.com , film.com og cinescape.