Ég vill byrja orð mín á að segja að ég varð mjög ánægður með útkomu þessarar myndar. Ég varð líka rosalega hissa hvaða hlutur gerðist áður en ég fór inn í bíósalinn en aldrei hef ég séð það gerast á öllum þeim bíóferðum sem ég hef farið í, það varð enginn ruðningur inn í salinn heldur biðu allir rólegir í röð, ég meina það röð ekki einni kássu eins maður er vanur að horfa uppá og munar stundum litlu að maður lendir undir í þeim ruðningi.
Ég varð vitni að einni best heppnuðu mynd allra tíma, sem ég verð að segja að ég bjóst alls EKKI við. Myndir byrjar á rauli lítillar stúlku um sjóræningja sem einn mannanna um borð verður ekki hæst ánægður með en hvað með það, eftir þetta litla raul sáu skipverjarnir lítill dreng ofan í vatninu og drega þeir hann um borð, en biður skipstjórinn stúlkuna að hugsa um þennan dreng og er hún er að hugsa um hann sér hún hálsmen sem hann er með um háls sér. En ekkert venjulegt hálsmen heldur gull hálsmen með merki sjóræningja og ákveður að taka hálsmenið án þess að segja frá því. Svo heldur myndin áfram þangað til skipstjóri Jack Sparrow ákveður að reyna að stela skipi en þar lenda þeir Will Turner í skylmingum. Jack Sparrow varð tekinn til fanga og haldinn þar þangað til skipverjar á skipinu The Black Pearl gerir áras og tekur Elizabeth Swann til fanga. Will Turner verður lítt ánægður með það og biður Jack Sparrow um að hjálpa sér að ná henni til baka. Ég vill ekki vera að segja mikið meira frá þessarri mynd núna.
Leikararnir stóðu sig með ágætum allir með tölu þó að Johnny Depp hafi staðið aðeins upp úr. Myndin fær að mínu mati ****/**** en er ég mjög vandlátur á að gefa fullt hús stjarna.