He's got the power! Mér hefur ekki alltaf þótt Jim Carrey góður. Einu sinni þoldi ég hann ekki, ofleikinn hans og karakterinn allan. En það eru liðnir tímar. Það var ekki fyrr en í Man on the Moon að ég áttaði mig hvílíkur stórleikari væri hér á ferð. Núna hugsa ég mig ekki um tvisvar þegar ég sé plakat merkt Carrey; “Á þessa mynd v e r ð ég að fara”
Það var einmitt það sem flaug í gegn um hugan þegar ég sá plakatið fyrir Bruce Almighty límt á gangavegginn í Limalindinni. Ég ákvað svo að drífa mig með vinkonum mínum á forsýninguna, án þess þó að vita nokkuð um myndina annað en að Jim Carrey léki í henni, því ég hafði ekki séð trailerinn eða heyrt nokkuð um hana.

Bruce Nolan hefur ekki alveg náð takmarki sínu í lífinu, en hann vill ekki vera neinn meðaljón með 2,6 börn, konu, hund og toyota corolla.
Hann vinnur á fréttastofunni EyeWittnesses en er alltaf látin fá litlu, ómerkilegu fyndnu fréttirnar. Hann hefur þó augastað á því að vera á fréttastofunni sjálfri, en ekki á þeytingi út um allt. Hann er þó ekki einn um það, heldur annar collegi hans. Þegar þessum kollega er svo veitt staðan á meðan Bruce er í beinni útsendingu fer Bruce bara algerlega á taugum og klikkast í beinni. Hann er þá að sjálfsögðu rekinn, þannig að hann röltir heim, algerlega eyðilagður. Og eins og hver sem er í þessari stöðu kennir hann ekki sjálfum sér um þetta. Nei, hann kennir Guði um þetta allt!
Guð ákveður að það þurfi að stoppa þessa ömurlegu sjálfsvorkun hjá Bruce og lætur hann fá alla sína krafta… með allrosalegum afleiðingum!

***

Þessi mynd er í einu orði sagt G-L-Æsileg og bara með betri myndum sem ég hef séð um æfina.

Hún er uppfull af góðum húmor, augljósum, og ekki svo augljósum (faldar biblíuvísannir eins og þegar Nolan skennkir sér víni úr könnu sem greinilega er full af vatni: breytir vatni í vín og fleira eftir því)

Þessi mynd er fyrir alla þá sem fíla Jim Carryey, Guð, húmor, fíla ekki Jim Carrey, því þeir gera það eftir myndina, og bara alla þá sem þurfa að losna við sjálfsvorkunina… Við erum ekki fullkomin og það er ekki guði að kenna…

B-E-A-utiful!