Það eru nú eflaust margir sem tárasti yfir bíómyndum og ég er alls ekki að segja það að þeir sem geri það eru einhvern veginn aumingjar.. þvert á móti. T.d., ég var áðan að horfa á Gladiator og svo yfir endanum þegar Maximus deyr, þá bara táraðist ég og klökknaði!! Ég veit ekki alveg hvað varð til þess en þegar ég horfði fyrst á myndina og yfir endanum þá hugsaði ég bara “Vá! Frábær mynd” og kom ekki eitt tár. En núna er kannski undantekning því ég var með 38,7° stiga hita og með augnaverk, þá voru ljósin aðeins búin að blinda mig og augun orðin svoldið blaut og aum. En það að tárast yfir myndum tel ég vera merki um það að maður sé með tilfinningar. En myndin sem ég held að ég hafi klökknað mest yfir (veit ekki, mad memory) er Armageddon. Ég veit, haha Armageddon! þið hljótið núna að hugsa hvað ég sé mikill aumingi en mér finnst Armageddon mjög sorgleg í einum parti, þegar Bruce Willis er að kveðja Grace (dóttur sína).
En hvað með ykkur? hvernig finnst ykkur um það að tárast yfir mynum og hvaða mynd(ir) klökknuðu
þið mest yfir?
ég hef lokið mínu..
[ s _ i _ g _ z _ i ]