Hulk HULK

Leikstjóri: Ang Lee
Höfundar: Stan Lee og Jack Kirby
Leikarar: Eric Bana, Jennifer Connelly, Sam Elliott, Josh Lucas, Nick Nolte.
Lengd: 137 mín.

Hér er á ferðinni mynd eftir Marvel höfundana tvo Stan Lee og Jack Kirby og fyrir þá sem ekki kannast við Hulk að þá held ég að þeir búist nú varla við miklu af mynd um grænan og mjög reiðan risa.

Þessi mynd er um Bruce Banner, barn vísindamanns sem ætlaði að búa til efni sem gerði ónæmiskerfi mannsins nánast óbrjótanlegt, hann prufar efnið á sjálfum sér vegna þess að hann fær ekki leyfi til að biðja um mennsk tilraunadýr og Bruce erfir þessi breyttu gen frá föður sínum. Hræðilegur atburður á sér stað svo í æsku hans og hann uppalinn hjá fósturforeldrum haldandi að foreldrar hans séu dauðir og með mikið af bældum tilfinningum. Hann verður vísindamaður og óhapp verður með gammageislun á vinnustað og það sameinað við einstöku gen hans…..já vonum bara að hann verði ekki reiður.

Ang Lee gerir þessa mynd meistaralega vel hvað myndatöku og klippingu varðar og nær að breyta henni nánast í lifandi myndasögu. Sumum finnst þetta pirrandi en mér fannst þetta gríðarlega flott. Það er komið manni mjög vel inn í söguna á bakvið Hulk og þar sem að ég vissi ekki alveg nógu mikið um Hulk að þá var ég nú alveg sáttur með það. Eitt er víst, þessi mynd er mun betri en báðar hinar nýju Marvel myndirnar Spiderman og Daredevil.

4 af 5 stjörnum