When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.
Family Guy Season 1
FAmily guy eru teiknimyndir (líkt og simpsons) sem eru ætlaðar eldri áhorfendum og eru þetta lítið þekktir þættir í Bandaríkjunum. Þættirnir segja frá frekar bilaðri fjölskyldu sem lendir í ýmsum óhöppum. Peter Griffin er stór elskanlegur klaufi sem segir alltaf það sem honum liggur á hjarta (líka ef það er ranga stundinn og rangi staðurinn!) Búsettur á Rhode Island með konu Sinni Lois og krökkumsínum þrem, Chris,Meg og Stewie. Peter gerir hvað sem er fyrir fjölskyldu sína, eins fremur og það truflar ekki uppáhalds sjónvarpsþættina hans. Lois Griffin er nútímanleg húsmóðir og áður en hún féll fyrir Peter var hún Rhode Island erfingji.Hún gaf upp allri von um milljónir þegar hún féll fyrir gamla góða stráknum sem hún er búin að vera með síðan.Lois er flókin, þótt hún hafi aldrei skilið það af hverju það líti alltaf út fyrir það að litli Stewie sé að reyna að drepa sig. Hin sextán ára Meg Griffin lifir erfiðu lífi. Endalaust reynir hún að passa inn í hópinn með “vinsælu” krökkunum. Eins og flestar stelpur þá skammast hún sín fyrir pabba sinn, en enda eiga ekki flestar stelpu, Peter Griffin sem pabba. Chris Griffin. Ofvaxinn 13 ára strákur, með gott hjartalag. Chris mundi aldrei gera flugu mein….nema ef hún mundi lenda á uppáhaldspylsunni hans!Samt hefur Chris falda hæfileika, allaveganna hæfileika hans til að teikna. En þessa daganna eyðir hann allt of miklum tíma fyrir framan sjónvarpið, horfandi á brjóst, með pabba sínum. Stewie Griffin er eins árs barn með eitt markmið: Heimsyfirráð! Hann hefur rödd ills Rex Harrington og ef ekki væri fyrir þörf hans á kröftum og vöðvum væri hann búinn að ná markmiði sínu. Að lokum, Brian Griffin er meira en bara fjölskyldu hundurinn. Hann er herramaður og óneitanlega gáfaðasti meðlimur fjölskyldunnar. En hótfyndin í honum eru þurrari en martíní (og hann hefur drukkið þónokkra af þeim á sinni tíð)….Þetta var Griffin fjölskyldan og er fyrsta serían kominn á dvd. Þessi þáttaröð er óneitanlega sá fyndnasta teiknaða gamanþáttaröð sem gerð hefur verið. Gagngrýnendur segja að ef þú blandar Simpson fjölskyldunni, drengjunumn úr South Park og Hill fjölskyldunni úr King Of The Hill, færðu þessa brengluðu fjölskyldu út úr því. Þættirnir hafa ekki verið sýndir hér á landi en vona ég að þeir verða teknir upp fljótlega. Ég gef þessum dvd diski 5/5 stjörnum.