Nú eftir að hafa séð Election er ég staðfastur á því að Alexander Payne er mjög hæfur kvikmyndagerðarmaður. Ég hef reyndar bara séð síðustu 2 myndirnar (About Schmidt og Election) en hann hefur líka leikstýrt myndum og skrifað handrit eins og:
Citizen Ruth
The Passion of Martin
Ásamt því að hafa unnið að handritsgerð á Jurassic Park III.
Í Election tekst Alexander að búa til frábæra skemmtun úr nánast engu. Venjulegur atburður eins og kosning nemendaráðs formans í framhaldsskóla verður að líflegum og skemmtilegum atburði. Hann nær á einhvern undarlegan hátt að rífa áhorfandan með sér í þessum tóma hversdagsleika. Election fjallar eins og About Schmidt um aumkunarvert fólk. Yfirgengilega metnaðafulla kennarasleikju, aumkunarverðan stærðfræðikennara, brjóstumkennanlegan kennara, aumkunarverða lesbíu og aumkunarverðan fyrirliða í rúgbí liði. Lítið atriði, eins og þegar aðalsöguhetjan Mr. McAllister hendir ónýtum mat á gólfið í skólanum í staðinn fyrir að henda honum í ruslið og húsvörður skólans verður vitni að því, verður að mjög stórum þátt í myndinni. Ég mæli eindregið með þessari mynd og er á leiðinni útá leigu að taka Citizen Ruth.