Já, þetta er soldið ruglingslegur titill. Ég býst við því að þið séuð að pæla hvað þessi pæling sé um. En hún er um þetta: Gera bíómyndir okkur geðveik?
Nú kannski haldið þið að ég sé enn einn siðapostullinn sem prédikar e-h vitleysu eins og að Harry Potter bækurnar stríði gegn kaþólskri trú. Það er ekki alveg málið.
Málið er þetta(hvað er málið með þennan gaur? ætlar hann að koma sér að málinu eða hvað?: Við erum bara menn. Og þó svo að við vitum fyrirfram að bíómyndir séu ekki ekta þegar við sjáum þær geta þær virkað mjög ekta á okkur. Geta bíómyndir gert okkur vitlaus? Geta þær fengið okkur til að trúa að þær séu veruleiki en ekki skáldskapur?
Hvenær hættum við að halda að þær séu feik og trúum því að þær séu e-h meira. Ekki erum við öll kjánar, en einhver prósent af okkur snappar víst við bíógláp. Eins og gaurarnir sem hoppuðu fram af húsi eftir að þeir sáu Supermanmyndina þegar hún kom fyrst út.
Eru það bara e-h kjánar, eða voru þeir venjulegir fyrir og voru skemmdir af myndinni? Ég veit ekki alveg með það. Geta bíómyndir brenglað veruleikaskyn okkar til frambúðar?