TVÖFÖLD NEXUSFORSÝNING:
TERMINATOR 2 - JUDGMENT DAY (original cut)
OG
TERMINATOR 3 - RISE OF THE MACHINES
HVOR Á EFTIR ANNARRI (hlé á milli) ÞRIÐJUDAGINN 8. JÚLÍ KL. 19. SMÁRABÍÓI
MIÐAVERÐ 1.500 (ekkert innifalið) NÚMERUÐ SÆTI AÐ EIGIN VALI
MIÐASALA HEFST MIÐVIKUDAGINN 2.JÚLÍ EINGÖNGU Í NEXUS
Einstakt tækifæri til að sjá hina mögnuðu mynd James Cameron, Terminator 2:
Judgment Day Hún hefur ekki verið sýnd í bíó á Íslandi síðan 1992 og aldrei í
eins góðu bíói og Smárabíói.
T2 var tímamótamynd, fyrsta myndin þar sem tölvugerðar brellur slógu rækilega
í gegn. Þetta var þá ein dýrasta mynd sem gerð hafði verið og eftir hana varð
Cameron súperstjarna.
T2 er uppáháldsmynd margra og margir þeirra hafa aldrei séð hana í bíó.
Þetta er glænýtt 35mm filmueintak, sérinnflutt. Þetta er upprunalega útgáfa
myndarinnar (það hefur aldrei verið búið til filmueintak af lengri útgáfunni).
Síðan fylgjum við henni eftir með hinni glænýju T3 Rise of the Machines.
Þetta er mynd sem margir bíða spenntir eftir, en þó með blendnum hug, því
Cameron er fjarri góðu gamni.
Nexusmenn eru búnir að sjá myndina og þeim er ánægja að tilkynna að
leikstjórinn Jonathan Mostow stendur sig með prýði og þó að T3 komist ekki
með tærnar þar sem fyrri T-myndir hafa hælana, þá þurfa Mostow og crew
ekkert að skammast sín. Þeir eru ekki að finna upp hjólið (tveir
tortímendur fara aftur aftur í tímann til að finna John Connor), en þeir
halda upp dampinum með flottum hasaratriðum, mjög þéttri keyrslu og jafnvel
smá húmor. Þeir bera virðingu fyrir þeirri sögu sem búið er að segja í
hinum tveim myndunum og tekst að bæta við hana á sannfærandi (og jafnvel
óvæntan) hátt.
Tékkið á dómunum á www.rottentomatoes.com, T3 er frumsýnd miðvikudaginn 3.
júlí í USA og föstudaginn 18. júlí á Íslandi.
Athugið að þessi tvöfalda sýning er seld í númeruð sæti.
Þeir sem ekki komast á T2 (eða hafa séð hana of oft)
geta sent einhvern fyrir sig, t.d. yngra systkini sem hefur ekki séð hana í
bíó.
Annað;
Því miður, engin Nexusforsýning á HULK,
þið verðið bara að drífa ykkur á þessa stórgóðu og listrænu ofurhetjumynd
þann 11. júlí þegar hún verður frumsýnd.
kveðja,
Nexusmenn