Þetta er mjög góð mynd að mínu mati, getur verið þó nokkuð yfirdrifin á köflum en það er bara skemmtilegt (líklega skiptar skoðanir um það). Hún byrjar á því að vinkonurnar og Englarnir eru einhvers staðar í Kóreu eða eitthvað þannig, á bar og beita brögðum sínum alræmdu til að bjarga einhverjum gaur sem var haldið föngnum. Þær ná að bjarga honum en hann rausar um að vondu gaurarnir hafi náð hringnum hans. Þær halda að það sé ekkert mikilvægt en seinna finna þær út að hringurinn sem að gaurinn var að tala um er einn tveggja hluta lista yfir þá sem eru í vitnavernd. Seinna varð hinum hringnum stolið og þær komnar í djúp mál. Um leið og þær náðu því að hringarnir væru listinn yfir vernduð vitni fundu þær myndir af vitnunum og Dylan var á einni af þeim myndum. Hún segir þeim söguna af því þegar að hún var yngri hét hún Helen Saas (veit ekki alveg hvernig það er skrifað) og var kærasta gaurs sem að hún sá myrða annan gaur. Hann sagðist myndu drepa hana ef að hún segði frá. Hún varð þá mjög hrædd þegar að gamli kærastinn hennar slapp úr fangelsi og fór á eftir henni. Hún hætti að vinna sem Engill. Ég ætla ekki að segja meira í bili þar sem að ég er búinn að segja frá mjög miklu, þetta má ekki vera alltof mikill spoiler. Þetta er mjög góð mynd finnst mér. Tæknibrellurnar voru nokkuð yfirdrifnar en mér fannst það bara krydda myndina enn betur. Bernie Mac stendur sig súperdúper vel í hlutverki Bosley. 4 og hálf stjarna af fimm mögulegum. Mjög spennandi, skemmtileg og fyndin mynd. Til gamans má geta að “The Creepy Thin Man” kemur aftur í þessari mynd.
Ég ráðlegg ykkur að fara á hana.
Kv, Yainar.