Akira er byggð á Teiknimyndasögu Katsuhiro Otomo(Sagan sjálf hefur unnið til allmargra verðlauna. Sagan er í 6 300 bls bindum og er Dark Horse að gefa þetta út á ensku núna), sem meðal annars var einn höfuðpaurinn bak við myndina sjálfa. Sagan fjallar um Mótorhjóla gengi sem býr í Japan eftir þriðju heimstyrjöldina. Tetsuo er einn af meðlimum gengisins en er handsamaður af hernum og eru gerðar tilraunir á honum. Við þetta öðlast hann orku sem hann getur vart stjórnað sjálfur. Myndin snýst í kringum Tetsuo og Kaneda, sem er höfuðpaurinn í genginu og jafnframt æskuvinur Tetsuo.
Ekki er vert að segja meira þar sem það eru ekki allir sem hafa séð þessa mynd.
Núna er Pioneer Entertainment að eyða 1 milljon dollara í remaster á þessari klassísku mynd. Þeir ætla að skerpa myndgæðin og endurgera hljóðrásina. Mun nýja útgáfan verða með Dolby Digital AC3 hljóði. Einnig verður gerð ný talsetning eftir handritinu sem verðu víst endurþýtt.
Ætlað er að myndin verði sýnd í bíóum erlendis í vor. DVD útgáfan kemur svo víst í Haust.
Þessari mynd hef ég alltaf gefið [5/5] og get ég varla beðið eftir þessari nýju útgáfu.
[------------------------------------]