Dumb and Dumberer Dumb & Dumber var frumsýnd árið 1994, enda skemmtileg gamanmynd á ferðinni með fyndnum leikurum (þrátt fyrir að húmorinn væri ekki alltaf á menningarlegu plani). Níu árum seinna fáum við þetta framhald, Dumb & Dumberer, og það leikur enginn vafi á því að biðin var langt í frá þess virði. Myndin fjallar um þá félaga Harry og Lloyd á yngri árum, en þeir lenda saman í bekk fyrir hálfþroskahefta og komast á snoðir um samsæri skólastjórans til þess að féfletta skólann ásamt því auðvitað að taka upp á ýmsum uppátækjum. Félagarnir tveir eru hér vissulega heimskari en í fyrri myndinni, enda yngri, en mörgum mun þykja um of. Fyndnir brandarar í þessari rúmlega 80 mínútna mynd eru ca. 2-3 og eru þessi örfáu stykki langt í frá nóg til þess að réttlæta þessa bíóferð. Náunginn sem leikur Harry (sem Jim Carrey lék í fyrri myndinni) er það eina góða við þessa mynd, en hann nær töktum Carrey's ansi vel án þess að koma með beina eftirhermu. Í stuttu máli ráðlegg ég fólki frekar að horfa á fyrstu myndina aftur, þessi er hroðaleg mistök sem aldrei hefði átt að framleiða.
Dabbi…