MoviX er lítið Linux stýrikerfi sem keyrir af CD en ekki harðadisknum.

Þú bootar disknum upp og getur valið um ýmsa valmöguleika. Með MoviX geturu spilað allar video skrár sem til eru og flestar hljóðskrár, þökk sé Mplayer sem er frábær spilari fyrir linux (http://www.mplayerhq.hu/)

Movix styður TV-out fyrir eftirtalin skjákort
ATI, Matrox, NVidia, Savage og Trident.

Studdar videó skrár eru allar skrár sem eru studdar af Mplayer, þar á meðal DVD, SVCD, VCD, AudioCD, .avi, .mpeg, .wmv, RealPlayer skrár og fleiri.

Að auki getur Mplayer spilað mp3 og .ogg skrár

Það sem þú þarft til að nota Movix er eftirfarandi:

* x86 örgjörvi (flestir örgjörvar eru x86, INTEL og AMD held ég líka)
* 64 mb RAM
* Mús og Lyklaborð
* Skjákort

ATH! þú þarft engann harðandisk vegna þess að þetta er allt keyrt af diskinum.

MoviX innheldur alla codeca sem til eru fyrir Mplayer, þú þarft ekki að fara installa DivX, XviD og hvað þetta nú allt heitir. Ekkert vesen, skráin spilast bara.

Movix styður líka subtitles.

Það er líka til MoviX2 sem er alveg það sama og MoviX nema að MoviX2 er með grafísku notendaviðmóti (GUI). En mér finnst hitt alveg nægja.

Notkunin er mjög einföld. Þú setur diskinn í og kveikir á tölvunni. Þegar komið er inní movix er valin hverskonar gerð af skrá þú vilt spila. Ef þú ?tlar t.d að spila DVD disk þá veluru DVD í Menu, tekur diskinn með MoviX út og setur inn DVD diskinn.

Heimasíða MoviX er: http://movix.sourceforge.net/ þar má nálgast stýrikerfið og fleiri upplýsingar.

Þú getur líka ná í MoviX á huga:
http://static.hugi.is/linux/distributions/movix/

ATH! útgáfan sem er hérna á huga er ekki sú nýjasta og ég mæli með því að þið náið í nýjustu útgáfuna á http://movix.sourceforge.net/

Ég ætla að nota gamla tölvu og uppfæra hana aðeins fyrir eitthvað lítið, setja hana inní skáp í stofunni og nota MoviX til að spila allt sem mig langar til að spila. Þá þarf ég ekki að kaupa DVD spilara sem getur bara spila VCD og SVCD því að ég vil getað spila DivX og já auðvitað er MoviX frítt :)