Phone Booth - gagnrýni Jæja. Ég var að koma úr Limalindinni og var á bara nokkuð skemmtilegri kanadrullu í boði Undirtóna, PoppTíví og Skífunnar.

Það er Colin Farrell sem leikur aðalhlutverkið í ræmunni, fastur inni í símaklefa á meðan einhver gaur nauðgar rifflinum sínum (myndlíking) á meðan hann miðar á hann úr einhverjum stað einhversstaðar nálægt. Semsagt kemst Stu (Farrell) ekki neitt.

Myndin byrjar á lagi og myndatöku sem að lætur mann halda að maður sé í vitlausum sal. Einhversstaðar úti í geimnum, myndir af gervihnöttum en loks fer myndavélin niður á jörðina. Sviðsmyndin er Times Square í New York. Myndatakan er vægast sagt klikkuð og er lögð áhersla á manneskjur sem tala í gemsa út um allar trissur á þessari major-götu og talað um hvað mikið er af fólki að tala í gemsa á svæðinu, hvað það séu til mörg símafyrirtæki og margar símalínur. Loks kemur þessi fullkomni bissness-maður allur dressaður í Ítölskum fötum. Stu er maðurinn, og er hann að tala í gemsa á fullu við allt og alla þangað til hann fer loks inn í símaklefa. Þar er hann að tala við einhverja stelpu (Katie Holmes)og eftir eitthvað smáhjal kemur þessi pizzusendill. Já, upp að klefanum með pizzu!! Stu harðneitar að taka við pizzunni (þar sem hann pantaði ekki neitt + sendingin kom í símaklefa) og móðgar pizzusendilinn í sambandi við þyngd hans. Sendillinn verður fúll og labbar í burtu með pizzuna í hendinni. Hann skellir á stelpuna en þá er hringt í símaklefann (alltaf verið að spá í hvernig fólk veit númerið að símaklefum =S). Stu svarar og viti menn… þetta er þessi dimmraddaði náungi sem að byrjar á því að segja honum að hann hefði þurft á pizzunni að halda á næstunni vegna þess að erfiðir tímar væru u.þ.b. að hefjast. Hótanirnar byrja hjá Stu þangað til að maðurinn lætur hann vita að hann miðar á hann með byssu. Manneskja er skotin/drepin á götunni og nú er leikurinn hafinn fyrir alvöru. Allir halda að þessi Stu hafi skotið manneskjuna (af ástæðum sem þið fattið ef þið sjáið myndina eða hafið séð hana) og þessvegna umkringjast hann lögreglubílar, fréttamenn, lögregluþyrlur og sniperskyttur.

Morðinginn notar ýmis trikk eins og t.d. miðar á annað fólk og segir Stu að gera eitthvað eins og t.d. móðga lögreglustjórann/samningarmanninn (Forest Whitaker) eða segja fólkinu sem að glápir á hann allt í kring að hann hafi haldið framhjá. Kemur ekkert hér fram í greininni hvort það sé satt eður ei.

Allavega, myndin er bara mjög fín. Það var eitthvað sem pirraði mig en ég komst aldrei fyllilega að því hvað það var. Umhverfið og stemningin í salnum var frábær þannig að það hlaut að vera eitthvað við myndina :þ
Það var virkilega skondið að loksins eftir að allar auglýsingarnar voru búnar kom eitthvað scrue-up í sýningarklefanum þannig að allt fór í rugl. Þegar ALLIR voru búnir að bíða lengi lengi, en ég vil ekki þreyta ykkur með þeim reynslusögum.

Leikurinn var alveg ágætur. Colin Farrell stóð sig með prýði (enn og aftur - þó var það eitthvað sem angraði mig við hann) og sömuleiðis Forest Whitaker sem er nú á tímum smástirni (hefur leikið í myndum á borð við Panic Room, Light it up og Green Dragon) en á eftir að “hoppa hátt” með þessari mynd býst ég svo sannarlega við. En þá er komið að senustelara myndarinnar sem er umsvifalaust morðinginn. Hann er svo snilldarlega brjálaður að það er ekki eðlilegt. Þeir sem hafa séð myndina - vita um hvern ég er að tala ;);) Fleiri leikurum er líka troðið inn í myndina sem maður getur nú ekki sagt mikið um (eins og t.d. Katie Holmes) en hún þarf nú ekki að gera mikið meira en að brosa svolítið og vera sæt.

Allt annað sem tengist myndinni eins og t.d. myndataka, uppsetning og handrit er frábærlega gert og býr til frábært andrúmsloft miðað við að nærri öll myndin (fyrir utan geimsenurnar sem ég talaði um áður) gerist á einni götu og í einum símaklefa. Leikstjórinn Joel “Batman-eyðileggjari” Schumacher eins og hann kallast víst nú á dögum á verðskuldað einhverja viðurkenningu og ef leikstjórnin hefði ekki verið góð hefði myndin aldrei gengið upp (þar sem hún er öll í símaklefa, c'mon, þolinmæðin er ekki endalaus! ;)

Þá held ég að ég sé kominn að lokum, ég hvet alla sem ekki hafa séð myndina að fara umsvifalaust á hana ef þið eruð í leit að bara fjandi góðri afþreyingu og til að njóta spennu símaklefans og allt sem hann hefur að bjóða upp á.

***/*****

Njótið!
- Kexi
_________________________________________________