Ég fór á Cast Away í kvöld, og ég sver það, ég hef ekki hlegið svona mikið síðan ég sá Mafia. Já, ég veit að þetta er dramamynd, but who cares?

Myndir fjallar um FedEx (Federal Express) starfsmanninn Chuck (Tom Hanks) sem að neyðist til að fara til Suður-Ameríku yfir jólin. Flugvélin sem að hann fer með fer af leið sinni og lendir í stormi. Einhverra hluta vegna hrapar flugvélin í hafið og Chuck er sá eini sem kemst af. Hann rekur í litlum gúmmíbát upp á litla eyðieyju og kemst að því að hann er einn á henni.

Þetta er söguþráðurinn í þessarri frábæru mynd. Eins og ég sagði áður þá er þetta dramatísk mynd, en er virkilega fyndin á köflum. Tom Hanks sýnir hreint út sagt frábæran leik og er þetta einhver besta mynd Roberts Zemeckis í áraraðir. Ég mæli eindregið með því að þið farið á hana, því að þið verðir alls ekki fyrir vonbrigðum.

Willie