The Silence Will Be Broken er taglænið fyrir Hannibal framhaldið af The Silence of the Lambs!
(SPOILER WARNING) - (SPOILER WARNING) - (SPOILER WARNING)
Sagan:
Það er nokkuð um liðið frá því að leiðir mannætunnar Hannibals Lecters (Anthony Hopkins) og alríkislögreglukonunnar Clarice Starlings (Julianne Moore) lágu saman þegar hún fær veður af því að fyrsta fórnarlamb læknisins ætli sér að ná fram hefndnum. Það er auðmaður sem er eins og skuggamynd af sjálfum sér eftir að hann fékk meðferð hjá Lecter og um langan tíma hefur hann ekki hugsað um annað en hvernig hann geti náð fram hefndum og með hvaða hætti. Svo hefur farið að hann hefur einsett sér að murka lífið úr Lecter með hjálp sérstaklegra ræktaðra villigalta sem aldir hafa verið upp til að verða kjötætur. Clarice, sem er eins og fyrr, hrein og bein, ákveður að vara Lecter við og hefur upp á honum til þess. En þegar hún hittir hann á ný, fer af stað atburðarás sem hefur endi sem enginn hefði getað séð fyrir!
MGM og Universal finnst rosalega líkegt að Hannibal muni slá öll met sem er rosalega líklegt vegna vinsældar The Silence of The Lambs.
Ég er sjálfur ROSALEGA spenntur fyrir þessari mynd, The Silence of The Lambs er algjört meistara verk og trailerinn af Hannibal lítur mjög vel út.
Leikarar:
Anthony Hopkins
Julianne Moore
Gary Oldman
Spike Jonze
Ray Liotta
Leikstjórn:
Ridley Scott
HANNIBAL KEMUR Á ÍSLANDI 23.FEBRÚAR
IndyJones