Ég hef orðið dáltið var við það hjá þeim sem eru yngri en ég, og jafnvel á svipuðum aldri, að þeir halda að Prúðuleikararnir séu bara barnaefni, sú ályktun er mjög röng.
Jim Henson var snillingur, hann var bandarískur þó að Prúðuleikarnir hafi fyrst komið fram í bresku sjónvarpi, Henson hafði lengi þann draum að koma brúðum fyrir sjónir almennings sem skemmtun fyrir alla, hann bylti í raun öllu sem tengdist brúðum þegar hann áttaði sig á því að brúðurnar yrðu raunverulegri ef brotnar yrðu þær reglur sem voru þá algildar. Í staðinn fyrir að fela stjórnanda brúðanna bak við eitthvað þá lét hann myndavélarnar um að fela þá, frelsið sem kom út úr þessu er grundvallaratriði sem Prúðuleikararnir gerðu seinna meir. Hrólfur var fyrsta persónan sem ennþá er eitthvað notuð sem Henson skapaði, Kermit kom síðan fram í myndinni The Frog Prince 1972.
Sesame Street byrjaði 1969 og var beint að börnum sem kennsluefni, og það er frábært sem slíkt. Jim Henson var einn af þeim sem byrjuðu í þættinum Saturday Night Life en hann hætti samt fljótlega vega þess að hann var ekki á sömu bylgjulegnd og hinir.
Upp úr því að hætta í SNL sneri Henson sér að því að skapa nýjan þátt sem yrði með miklu þróaðri húmor en nokkuð sem tengdist brúðum hafði reynt. Enginn bandarískur framleiðandi þorði að hjálpa til og þess vegna fór Henson til Englands og þar komu Prúðuleikararnir fyrst fram fullskapaðir, annað árið sem þeir voru í loftinu slógu þeir endanlega í gegn og hafa síðan verið fastagestir í sjónvarpi um allan heim.
Jim Henson náði enn og aftur að snúa á gagnrýnendur sína þegar hann náði að búa til mynd í fullri lengd um Prúðuleikarana, The Muppet Movie (1979). Síðan þá hafa komið út þó nokkrar Prúðuleikaramyndir sem eru allar þess virði að skoða.
Á 9da áratugnum gerði Henson margt merkilegt, við könnumst helst við Búrabyggð, Prúðukrílin og síðan The Storyteller sem hefur alltaf reglulega verið sýnd á Stöð 2. Hann gerði líka myndirnar The Dark Crystal og The Labyrinth sem hafði David Bowie í aðalhlutverki. Hann stofnaði líka The Creature Shop sem hefur gert fyrir brúður sem ILM gerði fyrir tæknibrellur.
Síðan má ekki gleyma að Yoda er búin til af Jim Henson og félögum.
Jim Henson dó árið 1990, helgina sem hann ætlaði að selja Disney fyrirtækið sitt, ég held að núna eigi eitthvað þýskt fyrirtæki Jim Henson Productions.
Ég ákvað að skrifa þessa grein eftir að ég horfði á The Muppets Take Manhattan, það er eitt (reyndar eru mörg) atriði sem er algjör snilld: Kermit og Piggy eru að aka um Central Park í hestavagni og gömlu fram-í-kallara-kallarnir Statler og Waldorf skiptast á þessum orðum: “Look, the Frog and Pig” “Looks Like They're in Love” “Yeah, kindof makes you sick doesn't it?” og hlæja síðan hlátri sínum. Málið með þetta atriði er að ef þú kryfur það örlítið þá sérðu brandara sem er alls ekki ætlaður börnum.
Síðan er það að skoða Prúðuleikarana sjálfa, Kermit er eðlilegastur, hann er samt ástfanginn af svíni. Svínka er montin, hrokafull og frábær. Gunzo er stórkostlegur, undarlegur, átti upphaflega að vera gammur en er núna Whatever eða jafnvel geimvera, Gunzo er mitt uppáhald, samskipti hans við hænur eru óborganleg. Animal er bara geðveikur “woman! woman! woman!…WOMAN!!”. Fossi er snillingur í að vera lélegur stand-up og allir hinir hafa sitt thing. Hljómsveitin er meira og minna útúrdópaðir hippar (fyrir utan Animal, trommuleikarann sem þyrfti líklega að vera dópaður).
Afsakið langa grein frá mér en ég þurfti bara að koma þessu frá mér.
<A href="