Ef þetta er satt þá grunar mig að myndirnar séu einfaldlega gerðar af öðrum aðilum sem hafa komist yfir þetta með einhverjum hætti. Kína er náttúrulega alþekkt fyrir að taka vægt á höfundarréttarbrotum sem brjóta á rétti kapítalstanna.
En ertu viss um að þetta hafi verið DVD en ekki VCD? DVD diskar kosta svo mikið að 150 er alls ekki raunhæft verð, gætu náttúrulega hafa verið stolnir en ég held frekar að þetta hafi bara verið VCD.
Við fáum í raun myndir snemma í bíó, við erum yfirleitt fyrst í Evrópu að fá myndirnar en þegar kemur að DVD þá er málið flóknara vegna þess að myndirnar eru þá gefnar út fyrir Evrópu í heild sinni og þá þarf að bíða eftir að myndirnar séu búnar að koma í bíó í Rússlandi og svoleiðis.