Það kemur oft fyrir að fólk hérna spyr hvað kosti að panta DVD diska að utan, hvernig tollar leggjast á o.s.frv.
Sjálfur hef ég notað Excel workbook til að halda utan um þetta allt. Ég hef ákveðið að deila henni hérna með ykkur til að auðvelda ykkur að áætla kostnað af því að panta að utan og fá þannig marktækan verðsamanburð við það sem selt er í búið hérna á frónni.
Áður en þið farið að nota það ráðlegg ég ykkur að lesa leiðbeiningarnar hér að neðan.
http://www.hi.is/~kristsi/dvdshopping.xls
Skjalið skiptist í þrjá hluta (sheets):
Gengi&Tollur
- Nær sjálfkrafa í gengisupplýsingar
Play.com
- Fyrir pantanir frá Play
Amazon.com
- Fyrir pantanir frá Amazon
Hægt er svo að nota Play eða Amazon til að búa til sheet fyrir aðrar verslanir. Allar verslanir hafa eitthvað spes (sendikostnað ef ekkert annað) þannig að erfitt er að samnýta síðurnar.
Gengi&Tollur
Það þarf lítið að eiga við þessa síðu. Ef talvan er tengd við internetið þá er hægt að fara á þessa síðu og láta uppfæra gengisupplýsingarnar (takki á External Data toolbarnum sem ætti að birtast). Þetta er ekki gert sjálfkrafa en hægt er að breyta því þannig að það sé gert sjálfkrafa.
Einnig eru tollar og vörugjöld stillt þarna. Sjaldgæft að þetta breytist en VSK væri nú lækkaður … (wishful thinking, I know)
Play.com
Play rukkar engan sérstakan sendingarkostnað og hver diskur er sendur sér. Þannig er hver lína “heildstæð” pöntun.
Síðan skiptist í tvennt. Vinstra megin eru pantanir skráðar (sem búið er að gera hjá Play). Upplýsingar um stöðu (pre-order/posted/arrived/paid) eru skráðar og (væntanlegur) komutími.
Hægra megin eru svipaðar línur ætlaðar fyrir diska sem þú ert að spá í.
Ég skildi eftir helling af stöffi í þessu, þannig að þið getið séð hvað er hvað.
Þá nota ég liti á textanum til að auðvelda lesanleika. Pantanir sem eru komnar til mín eru merktar gráar. Diskar sem ég er að spá í en tel ólíklegt að ég panti eru sömuleiðis gráir.
Amazon.com
Hjá Amazon þarf maður að safna saman í pöntun. Er á síðunni hægt að slá inn 23 item. Með því að setja “x” fyrir framan item tiltekur maður að það eigi að reikna það inn í pöntunina. Afslættir (coupons, gjafabréf, trivia nickels) er hægt að setja inn sem item með neikvæðri tölu.
Fjórar tölur eru fyrir hvert item (fyrir utan verð í $):
Isl. kr - ($ -> kr)
Tollur - af disknum einum (ekki sendingarkostnaðinum sem hlýst af honum)
Sam. kostn - sendingarkostnaður, tollur á sendingarkostnað og 350kr tollafgreiðslugjaldið, dreift jafnt á öll item
Alls - Isl.kr + Tollur + Sam. kostn.
Hægt er að velja á milli standard og expedited shipping (með því að setja eða taka hak af fyrir aftan expedited shipping).
Þegar þú ert tilbúinn að panta þá er hægt (eins og sýnt er) að setja pöntunina upp fyrir neðan listann. Ágætt til að halda skrá yfir hvað pantað hefur verið.
Ef þið ætlið að geyma upplýsingar um hvað þið hafið pantað þá ráðlegg ég ykkur að yfirskrifa reiknuð gildi á íslenskum krónum og tolli þegar þið vitið hver raun gildi eru (tollur er yfirleitt nákvæmlega réttur en gengisbreytingar gera hinu erfitt fyrir).
http://www.hi.is/~kristsi/dvdshopping.xls
Ég vona að þetta komi ykkur að einhverju gagni.