Aðalpersóna myndarinnar, Moritz Bleibtreu, leikur blaðamann sem ákveður að taka þátt og skrifa frétt um hana. Hann lendir í fangahópnum og ekki er það létt hlutverk. Enn eftir nokkra daga tilraunastarfsemi fer allt í rugl og fángaverðirnir fara að taka starfið sitt aðeins of alvarlega og margt furðulegt skéður.
Myndin heppnaðist mjög vel, gott handrit með mikla spennu og mjög góður leikur. Spennan magnast með tímanum og nær hún hápunkti í lok myndarinnar. Persónunar í myndinni hafa misjafnan persónuleika sem gerir myndin skemmtilega og spennandi því að hver einstaklingur bregst öðruvísi við hlutum.
Þessi mynd er ALGJÖRT MUST fyrir alla þá sem hafa gaman að spennumyndum.
Einkuna:
****1/2 af *****
kv. Sikker