Bandaríska kvikmyndastofnunin valdi 100 verstu illmennin og 100 mestu hetjurnar í bandarískum kvikmyndum í tilefni af 100 ára afmæli kvikmynda nú á dögunum. Það sem vakti athygli var að í fyrsta sæti yfir hetjurnar var Atticus Finch úr kvikmyndinni To Kill A Mockingbird frá árinu 1962, sem Gregory Peck lék. Atticus var heiðarlegur lögrfræðingur sem ver svartan mann sem sakaður er um að hafa banað hvítri konu. Það kom ekkert á óvart í valinu á mesta illmenninu, þar trónir sjálfur Hannibal Lecter, sem flestir kannast við úr myndunum Manhunter,Silence Of The Lambs, Hannibal og Red Dragon.
“Mér finnst Atticus endurspegla þá góðmennsku sem allir vilja hafa í kringum sig og allir sjá í sjálfum sér”, segir Jean Picker Firstenburg, framkvæmdarstjóri stofnunarinnar.
Í öðru sæti yfir hetjurnar var fornleifafræðingurinn Indiana Jones, sem Harrison Ford lék í þríleiknum. Í þriðja sæti yfir hetjurnar er að sjálfsögðu James Bond.
Í öðru sæti á illmenna listanum var Norman Bates úr myndinni Psycho eftir Hitchcock, sem leikinn var af Anthony Perkins árið 1960. Í þriðja sæti var Svarthöfði sjálfur úr Star Wars. Arnold Schwartzenegger á þann heiður á vera á báðum listunum. Hann er í 22 sæti yfir illmenni fyrir fyrstu Terminator myndina og í 48 sæti yfir hetjurnar fyrir “góða” Tortímandann í Terminator 2.
“Ég er himinlifandi yfir þessum heiðri” segir Arnold og heldur áfram “ Að fá að vita að maður sé partur af 50 bestu hetjunum og 50 verstu illmennunum í kvikmyndasögunni er ótrúlegt og er mjög ánægður með það”.
Hér kemur svo restin af topp 10 hetjum og skúrkum í kvikmyndasögunni.
Hetjur: nr.4 Rick Blaine (Humphrey Bogart), “Casablanca”;nr.5 Will Kane (Gary Cooper), “High Noon”; nr.6 Clarice Starling (Jodie Foster), “The Silence of the Lambs”; nr.6Rocky Balboa (Sylvester Stallone), “Rocky”; nr.8 Ellen Ripley (Sigourney Weaver), “Aliens”; nr.9 George Bailey (James Stewart), “It's a Wonderful Life”; nr.10 T.E. Lawrence (Peter O'Toole), “Lawrence of Arabia.”
Illmennin: nr.4 Wicked Witch of the West (Margaret Hamilton), “The Wizard of Oz”; nr.5 Nurse Ratched (Louise Fletcher), “One Flew Over the Cuckoo's Nest”;nr.6 Mr. Potter (Lionel Barrymore), “It's a Wonderful Life”; nr.7 Alex Forrest (Glenn Close), “Fatal Attraction”; nr.8 Phyllis Dietrichson (Barbara Stanwyck), “Double Indemnity”; nr.9Regan MacNeil (Linda Blair), “The Exorcist”; og svo nr.10 Queen (voiced by Lucille LaVerne), “Snow White and the Seven Dwarfs.”
Á listanum er einn hundur(Lassie nr. 39 á hetjulistanum), tvær teiknimyndahetjur(Superman nr. 29 á hetjulistanum og Batman nr. 48 á hetjulistanum). Raunverulegt er einnig á listunum eins og Oscar Schindler sem leikinn var Liam Neeson í Schindlers List(nr. 13 á hetjulistanum), Norma Rae Webster (Sally Field) in “Norma Rae, (Nr. 15 á hetjulistanum;) Mahatma Gandhi (Ben Kingsley) in ”Gandhi,“ (Nr. 21 á hetjulistanum;) Gen. George Patton (George C. Scott) in ”Patton,“ No. 29 á hetjulistanum; og Erin Brockovich (Julia Roberts) in ”Erin Brockovich," No. 31 á hetjulistanum.
Ein tölvar komst á listan yfir illmenni og það var HAL 900 úr 2001: A Space Odyssey, sem var í 13 sæti. Geimveran úr Alien var í sætinu fyrir neðan í 14 sæti á illmennalistanum og hákarlinn úr Jaws í því 18. Marsbúarnir úr War Of The Worlds eru í 28 sæti á illmennalistanum.
Meira að segja mannkynið allt saman var á illmennalistanum í 20 sæti fyrir þær hörmungar sem mannkynið lætur greyið Bamba ganga í gegnum í samnefndri teiknimynd.
-cactuz