Ég hef oft verið að spá í einu. Hvort að það sé einhver munur á Hrollvekjumyndum og Hryllingsmyndum. Þegar ég var mjög mikið að spá í þetta en virtist ekki geta komist að neinni niðurstöðu ákvað ég að spyrja stjórnandan á Kvikmyndir eftir að ég hafði lesið gamla grein eftir hann. Hann sagðist líta á þetta sem tvö nöfn yfir sama hlutinn. Ég veit ekki en einhvernveginn þegar ég segi bæði orðin,Hroll-vekju-myndir og Hryllings-myndir heyrir maður bara það að manni finnst einhvernmegin Hroll-vekju-mynd einhvernveginn meira spooky heldur en Hryllings-mynd. Þá er það mín skoðun að ég hef ákveðið að kalla Hrollvekjumyndir vera eins og þessar gömlu sígildu hrollvekjumyndir eins og Evil dead,hellraiser og þannig myndir. En mér finnst Hryllings-myndir sem eru yfirleitt ekki jafn góðar og gömlu sígiltu tilheyra frekar eins og Final destination1og2,The house of 1000 corpses og flestar þessar nýjustu myndir.
Hér geri ég lista yfir nokkrar myndir og hvort ég held að þær teljist undir hrollvekju eða hryllingsmynd.
Hrollvekjumyndir
1.Cannibal Holocaust
2.The Evil dead 1og2
3.Hellraiser myndirnar
4.Cradle of fear(Sú mynd er örugglega ein af fáum nýjum myndum sem ég tel vera hrollvekju)
Hryllingsmyndir
1. Evil dead3(ein af fáum gömlum myndum sem koma inn á þennan lista)
2.The house of 1000 corpses
3.Final destination 1og2
4.Frailty
Þetta voru fá dæmi. Endilega segið mér ef þið eruð eitthvað ósátt við þetta. Þetta var nú bara mín skoðun.
4.